fbpx
Miðvikudagur 17.apríl 2024
Fréttir

Almar Smári var með Gunnari í fimm tíma eftir morðið: „Ég trúi á sakleysi hans“

Hjálmar Friðriksson, Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 30. apríl 2019 11:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almar Smári Ásgeirsson hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í Noregi vegna gruns um hlutdeild í morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni. Samkvæmt norskum fjölmiðlum var Almar með Gunnari Jóhanni í fimm tíma eftir morðið.

Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla Þórs, er talinn hafa skotið Gísla í norska smábænum Mehamn á sunnudag. Aina M. Indbjör, saksóknari hjá norsku lögreglunni, hefur sagt að öll sönnunargögn í málinu bendi til þess að Gunnar Jóhann hafi skotið bróður sinn.

Í fréttum frá Noregi er sagt að Almar, sem er 32 ára, mótmæli gæsluvarðhaldskröfunni og er haft eftir verjanda hans að hann hafi ekkert haft með morðið að gera. „Hann veit ekkert af hverju hann liggur undir grun,“ er haft eftir verjanda Almars.

„Ég trúi á sakleysi hans,” segir Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, systir Almars. Halldóra hefur að öðru leyti lítið að segja um málið. „Við vitum ekkert meira en það sem komið hefur fram í fjölmiðlum,“ segir hún en hún hefur, sem von er, ekki verið í neinu sambandi við bróður sinn síðan atburðurinn átti sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband