fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Danir hneykslaðir á meðferðinni á Margréti Þórhildi á Íslandi á fullveldisafmælinu – „Ísköld og afskipt“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. desember 2018 13:44

Margrét Þórhildur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og kunnugt er heiðraði Margrét Þórhildur II Danadrottning okkur Íslendinga með nærveru sinni þann 1. desember síðastliðinn og tók þátt í hátíðarhöldum í tilefni af 100 ára afmælis fullveldis þjóðarinnar. En veðrið var ekki upp á sitt besta og drottningunni var augljóslega kalt á köflum þegar hún sat fyrir framan Stjórnarráðið í Lækjargötu. Danir eru ekki alveg sáttir við þessa meðferð okkar á drottningunni.

Að minnsta kosti ekki ef mark má umfjöllun í nýjasta tölublaði vikuritsins Her&Nu. Þar er mynd af kaldri drottningunni á forsíðunni með textanum:

„Læknir varar við. Margrét frosin á Íslandi. Ísköld og afskipt.“

Inni í blaðinu er síðan ein opna lögð undir myndir og umfjöllun um Íslandsheimsókn drottningarinnar. Þar segir meðal annars að vel hafi legið á Margréti í upphafi heimsóknarinnar en hún hafi síðan fengið að kenna á íslensku veðurfari við hátíðarhöldin í Lækjargötu. Það hafi verið köld „ánægja“ fyrir drottninguna að sitja fyrir utan Stjórnarráðið í þá hálfu klukkustund sem dagskráin stóð þar yfir. Hún hafi fengið teppi og forseti Íslands hafi boðið henni húfu en það hafi drottningin afþakkað kurteislega.

Þá er rætt við Jerk W. Langer, lækni, um þetta og haft eftir honum að það sé ekki hættulaust fyrir fólk á þessum aldri (drottningin er 78 ára) að vera í svona kulda lengi. Hjartað eigi erfiðara með að ráða við aðstæður sem þessar en hjá yngra fólki. Ef fólk sé veikt fyrir geti liðið yfir það.

Þá er því lýst að drottningin hafi reynt að pakka sér enn betur inn í teppið og hafi þurft að snýta sér og halda fyrir eyrum á köflum því henni var svo kalt. Ekki er sagt berum orðum að veðurfarið hafi verið Íslendingum að kenna en með góðum vilja má lesa það út úr umfjölluninni.

„Að taka um eyrun er dæmigert merki um að fólk er að verða kalt. Einn af fyrstu stöðunum sem kólnar er eyrun. Þegar maður kólnar aukast líkurnar á að fá sýkingar. Það getur verið kvef, eyrnabólga eða í versta falli lungnabólga.“

Er haft eftir Langer sem virðist hafa áhyggjur af heilsu Margrétar eins og blaðamenn Her&Nu sem fagna því að á endanum að aðrir hlutar hátíðarhaldanna hafi farið fram innanhúss.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
Fréttir
Í gær

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Í gær

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“