fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Stórhættulegur hrekkur!

Gera sér ekki grein fyrir hættunni

Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 16. október 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borið hefur á því undanfarið að skemmdarverk hafi verið unnin á reiðhjólum nemenda við Grundaskóla á Akranesi. Þá hefur verið losað um festingar á framdekkjum hjólanna og átt við bremsubúnað sem hefur meðal annars leitt til þess að minnst fjórir nemendur hafa slasast við það að falla af hjólum sínum. Þessu greinir Skessuhorn, fréttaveita Vesturlands frá á vefsíðu sinni.

„Þetta byrjaði núna í haust en okkur skilst að þetta eigi sér stað víðar en á Akranesi og eigi mögulega uppruna sinn að rekja til Youtube-myndbanda af slíkjum hrekkjum. Ég held að gerendur geri sér enga grein fyrir þeim hættum sem geta skapast. Þetta eru ekki mörg tilfelli en eitt slíkt er einu of mikið,“ sagði Sigurður Arnar Sigurðsson, skólastjóri Grundaskóla á Akranesi, í samtali við DV.

Hefur nokkuð verið átt við þínar bremsur?
Hefur nokkuð verið átt við þínar bremsur?

Skólayfirvöld hafa brugðið á það ráð að ræða við nemendur skólans og sagði lögreglan það í samtali við nemendur að einmitt svona skemmdarverk hafi leitt af sér mjög alvarleg slys í gegnum tíðina og jafnvel dauðaslys. „Í fyrsta lagi erum við að hvetja börnin til að skoða hjólin sín áður en þau leggja af stað. Í öðru lagi erum við að reyna að upplýsa aðilanna sem telja sig vera að framkvæma saklausan hrekk um hætturnar sem geta skapast,“ segir Sigurður Arnar. Í tilkynningu sem skólinn sendi foreldrum barna í Grundarskóla segir: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og viljum gera allt til að uppræta svona hegðun sem fyrst. Við viljum biðja ykkur foreldra/forráðamenn að ræða þetta mál heima og ekki síst brýna fyrir börnunum að athuga vel með hjólin sín áður en byrjað er að hjóla“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu