fbpx
Laugardagur 12.október 2024
Fókus

Greinir frá því hvað dró Elísabetu til dauða

Fókus
Mánudaginn 30. september 2024 19:30

Elísabet Bretadrottning. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnson sem var forsætisráðherra Bretlands frá 2019-2022 greinir frá því í nýrri ævisögu sinni að Elísabet drottning hafi glímt við beinkrabbamein síðustu misserin sem hún lifði.

Johnson fullyrðir þetta í endurminningum  sínum Unleashed en í bókinni beinir hann aðallega sjónum að embættistíð sinni.

Drottningin lést í september 2022 96 ára að aldri. Johnson segir að um ári áður hafi hann verið upplýstur um að drottningin væri með beinkrabbamein og að heilsu hennar gæti hrakað hratt. Hann lét af embætti tveimur dögum áður en drottningin lést.

Þetta kemur fram í Daily Mail.

Johnson segir að Elísabet hafi verið fölari og hoknari en áður þetta síðasta ár sem hún lifði og hafi verið með marbletti á höndum og úlnliðum, að öllum líkindum eftir sprautur.

Síðasta ljósmyndin sem var tekinn af drottningunni, þegar Johnson vék úr embætti og Liz Truss tók við, sýnir vel að hún var sannarlega mjög marin á höndunum.

Konungshöllin hefur aldrei opinberað að drottningin hafi verið greind með beinkrabba eða nokkurn annan sjúkdóm. Hin opinbera dánarorsök, sem skráð var á dánarvottorðið, er elli.

Ekki sá eini

Hafa má í huga að Johnson hefur marg oft verið lýst þannig að hann eigi það til að fara frjálslega með staðreyndir en Gyles Brandreth, sem var vinur Filippusar eiginmanns Elísabetar og ritaði ævisögu hennar, hefur áður greint Daily Mail frá því að hann hafi heyrt að drottningin hafi verið með beinkrabbamein.

Hár aldur drottningarinnar getur mögulega hafa leitt til þess að meðferð við krabbameininu hafi borið minni árangur en ella.

Beinkrabbamein er með sjaldgæfari krabbameinum og herjar einkum á fólk sem komið er yfir áttrætt. Það er sagt í banvænari kantinum af öllum krabbameinum en aðeins helmingur sjúklinga má búast við því að geta lifað lengur en fimm ár eftir greiningu.

Meinið getur myndast í öllum beinum líkamans en algengast er að það eigi uppruna sinn í stærri beinum, einkum í handleggjum og fótleggjum.

Helstu einkenni eru verkur í viðkomandi beinum, auk bólgu og roða í húð yfir beinunum, sem ágerist með tímanum. Beinin verða brotthættari og viðkomandi á erfiðara með að hreyfa sig. Greint var frá því undir lok ævi Elísabetar að hún ætti erfiðara með hreyfingu og voru tíðari fjarvistir hennar frá opinberum skyldustörfum skýrðar með því.

Samkvæmt opinberum viðmiðum eiga læknar í Bretlandi að skrá elli sem dánarorsök aðeins í undantekningartilfellum. Hafi hinn látni þjáðst af tilteknum sjúkdómi sem átti þátt í dauða viðkomandi er ekki leyfilegt að skrá aðeins elli sem dánarorsök en það er heimilt að skrá það þannig að elli hafi átt þátt í dauða hins látna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fjölskyldan með leyniorð? – Það bjargaði lífi 10 ára stúlku

Er fjölskyldan með leyniorð? – Það bjargaði lífi 10 ára stúlku
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einkaþjálfarinn leysir frá skjóðunni – Æfingarnar fimm sem halda Ivönku Trump í hörkuformi

Einkaþjálfarinn leysir frá skjóðunni – Æfingarnar fimm sem halda Ivönku Trump í hörkuformi