fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Elsa glímir við brjóstakrabbamein og segir hlýhug skipta miklu máli – „Ég meira að segja fann hann á skurðarborðinu“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 8. október 2024 22:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Lífið bara gjörsamlega breytist. Maður er kipptur algjörlega úr öllu, maður þarf að fara að hugsa upp á nýtt, maður þarf að passa upp á hugann sinn,“ 

segir Elsa Lyng Magnúsdóttir sem greindist með brjóstakrabbamein í maí síðastliðnum. Elsa er búin að fara í brjóstnám og aðgerð undir holhönd, þar sem teknir voru 15 eitlar. Hún er búin með tvær lyfjagjafir og á sex slíkar eftir auk geisla.

„Við ræðum mikið saman heima, að láta okkur líða vel hvern einasta dag. Gera einn dag góðan því ef hann er góður þá tekurðu svo vel á dögum sem eru erfiðir.“ 

Elsa segir sögu sína í tilefni af Bleiku slaufunni, árlegu árvekni- og fjáröflunartátaki Krabbameinsfélagsins, sem jafnan fer fram í október. Bleika slaufan er komin út í 25 sinn, hönnuð af Sigríði Soffíu Níelsdóttur, Siggu Soffíu, sem greindist brjóstakrabbamein árið 2020 og þurfti að fara í lyfja- og geislameðferð og aðgerð.

„Það sem ég hefði mátt gera meira af er þessi endurhæfing fyrir aðgerð og lyfjagjöf, endurhæfingin skiptir líka svo miklu máli þar.  Vera í góðu bæði líkamlegu og andlegu standi skiptir miklu máli.

Það sem hjálpar mér mest með þetta verkefni mitt sem ég kalla það eru mínir aðstandendur og vinir. Ég kalla þetta klappliðið mitt, það skiptir svo miklu máli, lítil sms, símtöl, allt þetta litla skiptir svo miklu máli. Finna þennan hlýhug og kærleik, maður bara finnur hann! Ég meira að segja fann hann á skurðarborðinu. Mér leið bara vel, ég fann kærleikinn og væntumþykju af því ég vissi að það var verið að hugsa til mín. Vissi að fólki stóð ekki á sama Ég fann þennan hlýhug, það skiptir gríðarmiklu máli.“ 

Elsa hafði alltaf verið með sítt ljóst hár og þegar hún fór að missa hárið ákvað hún að raka það af. 

„Ég var dálítið að kveðja eins og góðan vin minn, þetta skipti mig svo miklu máli.“ 

Elsa bauð í gleðskap heima hjá sér, bauð vinum og fjölskyldu, og gerði gleði úr þessu. Segir hún þetta hafa verið yndislega stund. Hárgreiðslukona kom heim og rakaði af henni hárið.

„Ég var með fullt af kollum sem fólk gat mátað og haft gaman af.“ 

Besta vinkona Elsu settist síðan í stólinn á eftir henni, eitthvað sem enginn vissi af fyrirfram. „Og tekur hárið sitt líka, dýrmætt, sönn vinátta.“

Sjá einnig: Vinátta Brynju og Elsu lætur engan ósnortinn – „Elska þig. Svo er þetta líka trú vinátta“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Í gær

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone
Fókus
Fyrir 4 dögum

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegir hlutir gerðust þegar Steinunn Ólína hætti að drekka

Ótrúlegir hlutir gerðust þegar Steinunn Ólína hætti að drekka