fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Sprengjuumræðan síðasta haust tók á – „Við vitum af fólki í samfélaginu sem var bara: „Ókei, ég ætla í skápinn aftur.“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 12:36

Alrún Ösp Herudóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alrún Ösp Herudóttir hefur verið virk í BDSM senunni hér á landi um árabil. Hún er fyrrverandi stjórnarmeðlimur BDSM samtakanna á Íslandi og er annar þáttastjórnandi hlaðvarpsins Fullorðins.

Alrún er gestur í Fókus, spjallþætti DV. Hún ræðir um kinkí samfélagið, BDSM-hneigð, bindingar, samþykki og traust. Brotið hér að neðan er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér.

video
play-sharp-fill

Það er einnig hægt að hlusta á SpotifyApple Podcasts og hlaðvarpsþjónustu Google.

Í september í fyrra var umræða um hinsegin fræðslu á suðupunkti. Veggspjald, sem var dreift í grunnskóla á vegum Reykjavíkurborgar í fyrra, var mikið til umræðu en það fjallaði um mismunandi kynhneigðir, meðal annars BDSM-hneigð.

Héldu margir að Samtökin 78 væru að fara inn í grunnskóla að fræða börn um kynlíf og BDSM og fór sú saga á flug. Það er vert að taka fram að Samtökin 78 hafa aldrei sinnt kynfræðslu í grunnskólum og – að sögn Tótlu I. Sæmundsdóttur fræðslustýru samtakanna –  munu aldrei gera.

Sjá einnig: Umræðan um hinsegin fræðslu á suðupunkti – „Hér er fullorðinn karlmaður að halda því fram í fyllstu alvöru að hinsegin samtök séu að stunda barnaníð“

Erfitt tímabil

Á þeim tíma sat Alrún í stjórn BDSM-samtakanna. Aðspurð hvernig þessi tími hafi verið fyrir hana viðurkennir Alrún að hann hafi ekki verið auðveldur.

„Þegar BDSM fólk og samfélagið fór að koma inn í þessa sprengjuumræðu þá vorum við í stjórninni svolítið á netinu að fylgjast með. Við ætluðum ekkert að demba okkur út í eitthvað stríð en við vorum að fylgjast með ef einhverjum vantaði stuðning,“ segir hún í Fókus.

„Við vitum af fólki í samfélaginu sem var bara: „Ókei, ég ætla í skápinn aftur.“ Fólki leið illa, mér leið illa af því að maður var á netinu að lesa og fólk var að segja alls konar ógeðslega hluti um fólk sem fílar BDSM. Kalla mann barnanauðgara eða -níðing eða eitthvað svona. Fólk var að segja að BDSM fólk væri bara barnaníðingar. Þetta tók svolítið á geðið á manni, maður var bara sár en ég er líka þannig að ég varð reið því þetta er svo mikil fáfræði. Fólk er að dæma eitthvað sem það veit ekkert um. Það er að fylgja einhverri hjörð út af sögu.“

Alrún ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.

Fylgstu með Alrúnu á Instagram og skoðaðu það sem hún kallar „kinkí“ Instagram-síðuna hennar hér, en þar deilir hún öllu sem viðkemur kinkí lífsstílnum, list og öðru skemmtilegu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Hide picture