fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

„Síðan ég man eftir mér hef ég alltaf fílað að vera fjötruð og bundin“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 7. apríl 2024 20:29

Alrún Ösp Herudóttir. Myndir/Instagram @vargynja_

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alrún Ösp Herudóttir hefur verið virk í BDSM senunni hér á landi um árabil. Hún er fyrrverandi stjórnarmeðlimur BDSM samtakanna á Íslandi og er annar þáttastjórnandi hlaðvarpsins Fullorðins.

Alrún er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Hún ræðir um kinkí samfélagið, BDSM-hneigð, bindingar, samþykki og traust. Horfðu á brot úr þættinum um bindingar hér að neðan eða smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni.

video
play-sharp-fill

Það er einnig hægt að hlusta á SpotifyApple Podcasts og hlaðvarpsþjónustu Google.

„Síðan ég man eftir mér hef ég alltaf fílað að vera fjötruð, bundin, handjárnuð, eða að fjötra annað fólk,“ segir Alrún.

Fyrir um sex árum kynntist hún bindingum fyrir alvöru. „Ég sá fólk gera þetta í [fyrsta BDSM partýinu sem ég mætti í].“ Alrún ræddi nánar um partýið í þættinum.

Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um BDSM partý á Íslandi

Mynd/Instagram @vargynja_

„Þetta heitir Shibari og eru japanskar bindingar, alveg eldgamalt […] þetta eru bindingarpyntingar, þetta var notað til að binda og pynta fanga í kringum sautjándu öld,“ segir Alrún.

Með árunum fór fólk að færa þessa bindingartækni inn í svefnherbergið og síðar kom þetta til vestræna samfélagsins.

„Fólk fær misjafnt út úr þessu. En þetta er mitt aðal fetish áhugamál, ég elska þetta. Ég elska að binda og ég elska líka að vera bundin,“ segir hún.

Alrún heldur úti Instagram-síðunni @vargynja_ sem hún kallar „kinkí“ grammið sitt, en þar rata allar bindingarmyndir og fleira inn.

Alrún fer yfir ýmsar ástæður fyrir því að fólk vilji láta binda sig.

„Þetta getur verið það sem þú vilt. Þetta getur verið eitthvað kinkí sem þú ert að gera í svefnherberginu. Þetta getur verið list, þetta getur verð að hafa gaman á milli vina, eða hugleiðsla og til að ná ró og slaka á. Þetta getur verið leið til að vera náin makanum þínum […] Þetta getur líka vera sadómasókískt,“ segir hún.

„Þetta þarf ekki að vera kynferðislegt einu sinni. Ég geri alveg bæði, ég stunda bæði kynferðislegar bindingar og ekki kynferðislegar. Eins og ég segi, þetta getur verið það sem þú vilt að þetta sé.“

Alrún útskýrir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.

Fylgstu með Alrúnu á Instagram og skoðaðu það sem hún kallar „kinkí“ Instagram-síðuna hennar hér, en þar deilir hún öllu sem viðkemur kinkí lífsstílnum, list og öðru skemmtilegu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Hide picture