fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

„Það er aldrei svona fínt hjá mér“

Fókus
Þriðjudaginn 7. mars 2023 16:21

Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt og fagurkeri með meiru býður Sjöfn Þórðar heim í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld. MYNDIR/HRINGBRAUT.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og kemur fram á vef Fréttablaðsins í dag mun Sjöfn Þórðar heimsækja Hildi Gunnlaugsdóttur arkitekt og fagurkera með meiru í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld. Hildur á einstaklega fallegt og persónulegt heimili og er sniðugri en flestir þegar kemur að skemmtilegum útfærslum. Hildur ótrúlega hæfileikarík á mörgum sviðum og hugmyndarík með eindæmum. Heimili hennar ber þess sterk merki.

Hildur og eiginmaður hennar Hreiðar Levý Guðmundsson fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik og fasteignasali hafa búið sér og dætrum sínum þremur og syni fallegt heimili í Hvassaleitinu. Hildi finnst skipta miklu máli að heimilið sé barnvænt og dæturnar fái að njóta sín.

„Það er aldrei svona fínt hjá mér, það bara svona af því ég átti von á þér i heimsókn,“ segir Hildur þegar hún tekur á móti Sjöfn heim. Heimilið er vel skipulagt, með notagildið og fagurfræðina í forgrunni. „Ég leyfi litlu stelpunum mínum að vera með mér í eldhúsinu að dunda og þessa litlu eldhúsinnréttingu máluðum við í stíl við eldhúsinnréttinguna okkar.“

Næstum hver einasti hlutur á heimili Hildar á sér sögu og á sinn stað. Hildur blandar mikið saman gömlu og nýju og hlutir úr eigu fjölskyldunnar eru henni hjartfólgnir. „Það er svo mikil nostalgía að eiga hluti eins og ísbirnina frá ömmu og ég er einstaklega hrifin af ísbjörnum,“ segir Hildur þegar hlutirnir í hillum stofunnar eru skoðaðir.

Meira um heimsókn Sjafnar til Hildar í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld, klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Brot úr þætti kvöldsins má sjá hér:

Matur og heimili - stikla 7. mars
play-sharp-fill

Matur og heimili - stikla 7. mars

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bríet kom vinkonu sinni rækilega á óvart með nýju hári – „Lít ég ekki út eins og ódýr hóra?“

Bríet kom vinkonu sinni rækilega á óvart með nýju hári – „Lít ég ekki út eins og ódýr hóra?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart
Fókus
Fyrir 5 dögum

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig
Hide picture