fbpx
Miðvikudagur 17.apríl 2024
Fókus

Mínímalísk jólastemning á Skólavörðustígnum hjá Ingu

Fókus
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 16:52

Í þættinum Matur og heimili verður byrjað að telja niður í jólin og Sjöfn heimsækir meðal Ingu Bryndísi Jónsdóttur stílista og fagurkera á fallegt heimili hennar við Skólavörðustíginn þar sem jólaandinn svífur yfir. MYND/HRINGBRAUT.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld verður byrjað að telja niður í jólin.

Sjöfn Ingu Bryndís Jónsdóttir stílista í fallegt þriggja hæða hús hennar á Skólavörðustígnum í nánd við Hallgrímskirkju. Heimili hennar er komið í jólabúninginn og rómantísk jólastemning ríkir á heimili Ingu.

Stíllinn hennar er fremur mínímalískur og einfaldanleikinn ræður ríkjum og það á líka við jólaskreytingarnar en innblásturinn sækir Inga Bryndís til Marokkó þar sem form og mynstur koma sterkt inn. „Ég er líka hrifin af því að vera með greni og leyfi greninu að njóta sín í hverju rými heimilisins,“ segir Inga Bryndís og bætir við að jarðlitir eigi vel við sig og það séu jólalitirnir hennar í ár.

Inga hefur ávallt haft mikinn áhuga á hönnun og sköpun og skreytir ávallt heimili sitt eftir árstíðum. „Ég er mikið jólabarn og elska að skreyta fyrir jólin, það er skemmtilegasti og fallegasti árstíminn.“

Inga Bryndís segir að það hvergi jólalegra en að við í miðbænum á þessum árstíma og njóta útsýnisins yfir gömlu húsin, trén og jólaljósin. Hallgrímskirkja komi með jólin enda tignarleg og þegar bjöllurnar óma þá minni þá óneitanlega á jólin.

Missið ekki af jólainnlitinu til Ingu Bryndísar í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Brot úr þætti kvöldsins má sjá hér:

Matur og heimili stikla 29. nóvember 2022
play-sharp-fill

Matur og heimili stikla 29. nóvember 2022

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Í gær

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“
Hide picture