fbpx
Laugardagur 06.júní 2020
Fókus

Forvarnir í formi jafningjafræðslu – rafrettur, tóbaksneysla og geðheilbrigði

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 16:00

Jón Ragnar Jónsson gefur sig allan í fræðsluna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafnarfjarðarbær tekur forvarnarhlutverk sitt alvarlega og hefur um nokkurt skeið farið þá leið að bjóða upp á jafningjafræðslu innan grunnskóla Hafnarfjarðar. Hefur þessi leið mælst vel fyrir hjá nemendum, foreldrum þeirra og starfsmönnum skólanna.

 

Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir að umræðan verði oft á tíðum opnari og öðruvísi og þykir því góð viðbót við þá fræðslu og hvatningu sem á sér stað með öðrum hætti.

Þessa dagana eru tvö forvarnarverkefni í gangi hjá Hafnarfjarðarbæ. Annars vegar er það hafnfirski tónlistarmaðurinn Jón Ragnar Jónsson sem heimsækir nemendur í 8. bekkjum allra grunnskólanna og spjallar við þá um heilbrigðan lífsstíl. Hins vegar er um að ræða forvarnarverkefni sem nær til nemenda í 9. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar og snýr að geðfræðslu. Hugrún geðfræðslufélag hefur tekið að sér þessa jafningjafræðslu en Heilsubærinn Hafnarfjörður gekk til samninga við félagið á haustönn 2018.

 

Áhersla á umræðu um rafrettur og skaðsemi þeirra

Í ár leggur Jón Ragnar Jónsson sérstaka áherslu á umræðu um rafrettur og skaðsemi þeirra auk þess sem hann ræðir um tóbaksneyslu barna og ungmenna heilt yfir. Hér er um að ræða samstarfsverkefni Hafnarfjarðarbæjar og Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins. 

 

„Jón Ragnar hefur nú um nokkurra ára skeið tekið þetta verkefni að sér með greinanlegum mælanlegum árangri enda um að ræða lífsglaða og flotta fyrirmynd fyrir unga fólkið okkar sem er í grunninn venjulegur hafnfirskur ungur maður. Hann spjallar við krakkana á jafningjagrundvelli, segir þeim frá sínu lífi, svarar spurningum um fótbolta, veltir fyrir sér hvað sé spennandi við rafretturnar, ræðir um heilbrigðan lífsstíl, talar gegn munntóbaksnotkun og segir frá tónlistarferlinum,“ segir Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. Samkvæmt rannsóknum frá Rannsóknum og greiningu þá lifa unglingar í 8. bekk almennt mjög heilbrigðu lífi og er talið að jákvæðar og uppbyggilegar forvarnir eins og heimsókn Jóns styrki þá í því að velja áfram heilbrigðan lífstíl.

 

Fræðari frá Hugrúnu geðfræðslufélagi heimsækir hér 9. bekk í Hvaleyrarskóla

Fræðsla um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og úrræði sem standa til boða

Geðfræðslufélagið Hugrún var stofnað vorið 2016 af nemendum í sálfræði, læknisfræði og hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og hefur félagið meðal annars það verðuga markmið að fræða ungt fólk um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og úrræði, sem og að auka samfélagslega vitund. Til þessa hefur áhersla félagsins legið í fræðslu til framhaldsskólanema auk opinna fræðslukvölda og kynninga til hvorutveggja almennings og foreldra. Í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ tekur geðfræðslufélagið nú næsta skref og færir fræðslu sína til grunnskólanema. Fræðarar á vegum félagsins heimsækja á vorönn 2019 alla nemendur í 9. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar og fræða þá um geðheilbrigði, -sjúkdóma og úrræði sem standa til boða og í raun þá staðreynd að lífið er ekki bara stanslaus gleði heldur snýst það líka um jafnvægi í svo mörgum þáttum.

 

„Við þurfum að huga betur að geðheilbrigði unga fólksins okkar og því völdum við að fara af stað með jafningjafræðslu um þessi mál í samstarfi við Hugrúnu gagngert til að styrkja ungmennin okkar, opna á umræðuna og stuðla að því að útrýma fordómum“ segir Geir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Ólafur Hand sýknaður
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hannaði eitt flottasta hostel landsins og gefur góð ráð við sumarhúshönnun

Hannaði eitt flottasta hostel landsins og gefur góð ráð við sumarhúshönnun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram: „Þetta snýst allt um sjónarhorn“

Vikan á Instagram: „Þetta snýst allt um sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Eva byggði útieldhús fyrir sumarbústaðinn

Eva byggði útieldhús fyrir sumarbústaðinn
Fókus
Fyrir 1 viku

Guðrún tók gamalt fellihýsi í gegn með glæsilegri útkomu

Guðrún tók gamalt fellihýsi í gegn með glæsilegri útkomu
Fókus
Fyrir 1 viku

Auður sakaður um stuld á Twitter

Auður sakaður um stuld á Twitter
Fókus
Fyrir 1 viku

Auglýsingastofa breytir um nafn og flytur í Kringluna

Auglýsingastofa breytir um nafn og flytur í Kringluna