fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Egill Örn gengur til liðs við DIMMU

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 1. janúar 2019 17:30

Silli Geirdal, Ingólfur Geirdal, Stefán Jakobsson og Egill Örn Rafnsson Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir/SVART

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trommuleikarinn Egill Örn Rafnsson hefur nú gengið til liðs við þungarokkssveitina DIMMU.

Birgir Jónsson fyrrum trommuleikari hljómsveitarinnar tilkynnti það í lok nóvember að hann væri hættur með sveitinni, og skildu hann og aðrir liðsmenn DIMMU sáttir eftir nokkurra ára samstarf.

Birgir yfirgefur Dimmu – „Um leið og manni finnst ekki lengur gaman og fórnin of mikil á maður að hætta“

Egill er vel kunnur fyrir trommuleik sinn, meðal annars með hljómsveitunum Grafík og Sign. Þá hefur hann áður leikið á ýmsum plötum og tónleikum með meðlimum DIMMU en þeir hafa allir verið vinir í áraraðir og Silli Geirdal bassaleikari DIMMU var um tíma einnig meðlimur Sign.

DIMMA hefur um tíma legið í dvala, en hyggst rísa upp aftur af krafti með vorinu og leika á tónleikum víðsvegar um landið.

Einir eftirminnilegustu tónleikar DIMMU til þessa eru útgáfutónleikarnir fyrir Eldraunir, sem voru haldnir fyrir stappfullum sal í Háskólabíó 10. júní 2017.
Tónleikarnir voru mynd -og hljóðritaðir að hluta og má sjá hér í 35 mínútna video sem Gunnar B. Guðbjörnsson klippti og bræðurnir Silli og Ingó hljóðblönduðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Stína missti manninn sinn úr krabbameini – Talar opinskátt um kynlíf sem aðstandandi sjúklings: „Þetta var mjög mikil togstreita“

Stína missti manninn sinn úr krabbameini – Talar opinskátt um kynlíf sem aðstandandi sjúklings: „Þetta var mjög mikil togstreita“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Besta kynlífið – Íslendingar segja frá: „Hann reyndist líka sleikja eins og engill“

Besta kynlífið – Íslendingar segja frá: „Hann reyndist líka sleikja eins og engill“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Glamúrfyrirsætur berjast – Illa vegið að Öldu Coco – Ætlar ekki að kaupa sér sigur

Glamúrfyrirsætur berjast – Illa vegið að Öldu Coco – Ætlar ekki að kaupa sér sigur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóra Júlía var blankur nemi fyrir fjórum árum – Nú á hún Prada tösku: „Ég er ung og hef fengið réttu tækifærin á réttum tíma“

Dóra Júlía var blankur nemi fyrir fjórum árum – Nú á hún Prada tösku: „Ég er ung og hef fengið réttu tækifærin á réttum tíma“