fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

„Hún var alltaf svo happy þetta helvíti“: Edda Björgvins sýnir á sér hina hliðina

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 23. mars 2018 22:10

Edda Björgvinsdóttir - hin hliðin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gleðigjafinn og gamanleikkonan Edda Björgvinsdóttir hefur glatt huga og hláturtaugar landsmanna í áraraðir. Nýlega heillaði hún heimsbyggðina með hlutverki sínu í kvikmyndinni Undir trénu, þar sem hún lagði brosið á hilluna og sýndi á sér nýja hlið. Hún uppskar Edduverðlaunin í ár fyrir hlutverk sitt. Edda hefur ávallt nóg fyrir stafni, hún leikur í Slá í gegn í Þjóðleikhúsinu og í vikunni komu styrkleikakortin út. Edda gaf sér einnig tíma til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur DV.

Ef þú þyrftir að breyta, hvað myndirðu vilja heita annað en Edda.
Þegar ég var lítil fannst mér nafnið Elísabet svo undurfallegt.

Hverjum líkist þú mest?
Ég er blanda af föðurömmu og móðurfólkinu mínu. Ég þótti samt mjög lík Evu, móðursystur minni, sem var svolítið seinheppin alltaf og mikill húmoristi.

Hvað halda margir um þig sem er alls ekki satt?
Að ég lifi eingöngu á hollustufæði. Ég er versti nammisukkari og draslæta sem ég þekki (en bara seinnipart dags).

Í hverju finnst þér þú vera betri en aðrir?
Ég er ekkert betri en aðrir en skora mjög hátt í bjartsýni.

Hvað viltu að standi skrifað á legsteininum þínum?
Hér sé stuð!

Sex ára barn spyr þig hvort jólasveinninn sé til. Hvernig svarar þú?
Ég svara sannleikanum samkvæmt að hann sé sannarlega til og elski að gefa börnum gjafir.

Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja?
La Bamba.

Hvaða lag hefðir þú viljað hafa samið?
Það brennur eftir Egil Ólafsson. Fallegasta lag í heimi.

Hvaða lag skammastu þín mest fyrir að hafa haldið upp á?
No Milk Today með Herman Hermits.

Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi myndirðu vilja dansa?
Lion Sleeps Tonight.

Hvað ætti ævisagan þín að heita?
Hún var alltaf svo happy þetta helvíti.

Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast?
Miracle on 34th Street (gömlu myndina).

Yfir hverju getur þú alltaf hlegið?
America’s Funniest Home Videos.

Borðarðu mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag?
Nei.

Hvert er versta hrós sem þú hefur fengið?
Þú lítur miklu betur út svona búttuð.

Heilsarðu frægum Íslendingum úti á götu, þótt þú þekkir þá ekki persónulega?
Já.

Hvaða ósið hefur þér reynst erfiðast að hætta?
Stjórnsemi.

Hverju laugstu síðast?
Að það væru fimm mínútur í að ég sækti fjölskyldumeðlim, þegar ég vissi að það væru að minnsta kosti tíu mínútur, ef ekki 15 mínútur!

Um hvað geta allir í heiminum verið sammála?
Að án gjafa jarðar værum við ekki til. Hreint vatn og hreint loft eru grunnur þess að við lifum, þess vegna er óskiljanlegt að við skulum keppast við að drepa okkur með endalausri viðbjóðslegri mengun!

Hvað í hegðun hins kynsins ruglar þig mest?
Engilhegðun hins kynsins ruglar mig. En sumt finnst mér óendanlega fyndið. Ég ætla ekki að nefna neitt dæmi hér.

Hvaða áhugamál myndirðu ekki sætta þig við að maki þinn stundaði?
Að safna veraldlegum auði, peningaást.

Á hvern öskraðirðu síðast?
Ég öskraði af gleði þegar ég sá nýju styrkleikakortin mín nýkomin úr prentun.

Hvaða einstakling finnst þér þú þekkja, þótt þú hafir aldrei hitt hann?
Mér finnst ég nauðaþekkja Dawn French.

Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér?
Þegar verið er að brýna hnífa.

Hver er fyndnasta „pick-up“-línan sem þú hefur heyrt?
Geturðu lánað mér 5.000 kall, svo ég geti boðið þér í glas.

Hvað er löglegt í dag en verður það líklega ekki eftir 25 ár?
Mengandi bílar og nagladekk.

Hver er versta vinnan sem þú hefur unnið?
Skrifstofuvinna.

Um hvað varstu alveg viss þangað til þú komst að því að þú hafðir rangt fyrir þér?
Að allar manneskjur væru góðar í eðli sínu. Ég er þó sannfærð um að 90% eru með fallegt hjarta þótt það sé stundum vel falið.

Hvert er þitt stærsta líkamlega afrek í lífinu?
Að læra „wrestling“ og geta sveiflað fólki yfir öxlina og á gólfið (við lærðum þessa íþrótt fyrir leikritið Rauðhóla Ransy sem sýnt var í Gamla Bíói fyrir lööööngu síðan).

Hvað verður orðið hallærislegt eftir fimm ár?
Stóriðja.

Ef þú yrðir handtekin án skýringa, hvað myndu vinir þínir og fjölskylda halda að þú hafir gert af þér?
Keyrt of hægt.

Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin?
Vidda í Toy Story.

Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu?
Að elska skilyrðislaust.

Nú labbar mörgæs með kúrekahatt inn um dyrnar hjá þér. Hvað segir hún og af hverju er hún þarna?
Ég hef tekið of mikið af gleðipillum þess vegna sé ég mörgæs með kúrekahatt.

Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi?
Að gera heiminn betri.

Hvað er fram undan um helgina?
Fjórar leiksýningar á söngleiknum Slá í gegn, sem hefur gjörsamlega slegið í gegn, og tvö námskeið þar sem unnið er með nýju styrkleikakortin, því sú vinna gerir fólk svo hamingjusamt og hamingjuaukning eykur lífsgæði og gerir heiminn betri.

Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt þar núna? Styrkleikaþjálfun (ég held á nýju íslensku styrkleikakortunum á myndinni) og kærleiksrík mannleg samskipti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Andri Már varð fyrir alvarlegri líkamsárás og frelsissviptingu – „Í dag er ég frek­ar þakk­lát­ur fyr­ir þetta því þarna fékk ég nóg“

Andri Már varð fyrir alvarlegri líkamsárás og frelsissviptingu – „Í dag er ég frek­ar þakk­lát­ur fyr­ir þetta því þarna fékk ég nóg“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hera Björk fallin niður í 27. sætið – Litlu má muna að lagið komist í aðalkeppnina

Hera Björk fallin niður í 27. sætið – Litlu má muna að lagið komist í aðalkeppnina