fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Bæjarbíó í Hafnarfirði stækkar – Mathiesenstofan opnar á föstudag

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 6. desember 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rekstraraðilar tónlistar- og menningarhússins Bæjarbíós í Hafnarfirði standa í stórræðum þessa dagana en á morgun, föstudag, opna þeir Mathiesenstofu sem er samtengd Bæjarbíói. Bæjarbíó hefur síðustu misseri blómstrað sem tónleikasalur og keppast vinsælustu flytjendur landsins við það að koma fram í húsinu og hefur bæði hljómburður og aðstaða í húsinu verið rómuð bæði af leik- og atvinnumönnum í tónlistargeiranum.

Bæjarbíó sjálft stendur við Strandgötu 6, en með stækkuninni er gert innangengt inn í Strandgötu 4, sem oftast er kallað Mathiesen húsið í daglegu tali í Hafnarfirði. Þetta fornfræga hús sem áður hýsti verslunarstarfsemi og fleira verður þannig aftur aðgengilegt bæjarbúum. Rekstaraðilar Bæjarbíós sjá þetta sem aukið rými fyrir tónleikagesti, en með stækkuninni mun fara betur um gestina fyrir, eftir og í hlé á tónleikum.

„Upplifun af góðum tónleikum fer ekki bara fram inn í salnum heldur er það félagskapurinn sem maður kemur með hvort sem það eru vinir eða vandamenn. Með þessari stækkun fer mun betur um gestina okkar fyrir og eftir tónlistarflutninginn,“ segir Páll Eyjólfsson sem fer fyrir rekstaraðilum hússins. „Við erum líka að heiðra Björgvin Halldórsson í Mathiesenstofunni,“ en með því vísar Páll í að suðvesturálma stofunnar verður tileinkuð Björgvini Halldórssyni.

Palli er jafnan með mörg járn í eldinum.

„Björgvin er ástsælasti söngvari þjóðarinnar, hann er Hafnfirðingur og alltaf verið trúr sínum rótum. Hann hefur verið ötull stuðningsmaður þess sem við höfum verið að gera hér í Bæjarbíói síðan við tókum við rekstri, og okkur hefur þótt vænt um að finna hversu heilshugar hann hefur hvatt okkur áfram og lagt okkur til góð ráð og verið duglegur við tónleikahald hjá okkur.“

Þannig verður sérstakur Gullveggur með völdum myndum frá ferli Björgvins í Mathiesenstofu. „Í bíóinu er allt verndað þannig að þar var ekki hægt að gera neitt svona þar inni, en okkur langar með Gullveggnum að sýna Björgvini örlítinn sæmdar- og virðingarvott fyrir allt sem hann hefur lagt þjóðinni og bænum sínum til,“ segir Páll.

Björgvin segist oft hafa alist upp á þriðja bekk í Bæjarbíó og sagði meðal annars í viðtali við Fjarðarpóstinn í desember 2016: „Fyrst var farið í KFUM klukkan tvö og við fengum Jesúmyndir. Síðan var skipt á einum Júdasi fyrir þrjá Jesúa. Síðan var farið með hasarblöðin undir úlpunum í Bæjarbíó í þrjúbíó og þau seld fyrir sýningu og í hlé til að fjármagna sælgætiskaupin. Það kostaði sex krónur í bíó man ég eftir. Eftir sýningu var farið upp í hraun og kvikmyndin leikin í fullri lengd. Þar fæddist klassíski frasinn: „Pant vera aðal segir einn, og þá segir sá næsti: „pant vera besti vinur aðal.”

Mathiesenstofa opnar á morgun föstudaginn 7. desember, en síðan fara jólatónleikar KK og Ellen fram í Bæjarbíói. Mathiesenstofan verður síðan opin í tengslum við almenna viðburði í Bæjarbíói.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Grannar munu berjast

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur selur á Tunguvegi – Sjáðu myndirnar

Þorgrímur selur á Tunguvegi – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Páll Óskar og Chase gefa út lag saman – Syngja um ástina

Páll Óskar og Chase gefa út lag saman – Syngja um ástina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skandall skekur Eurovision-heiminn – Alvarleg mistök dómnefndar gætu dregið dilk á eftir sér

Skandall skekur Eurovision-heiminn – Alvarleg mistök dómnefndar gætu dregið dilk á eftir sér
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt lag frá Eiríki – Lýsir mér leið

Nýtt lag frá Eiríki – Lýsir mér leið