fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Bjarni vonast til að ríkið fái rúmlega 100 milljarða fyrir sölu á Íslandsbanka

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. febrúar 2021 07:58

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, vonast til að ríkissjóður fái 119 milljarða króna, hið minnsta, fyrir sölu á Íslandsbanka en stefnt er að sölu 25-35% af eignarhluta ríkisins í sumar.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Bjarna að stefnt sé að því að framkvæma útboðið um mánaðamótin maí/júní, líklega verði það í júní en málin skýrist á næstu vikum. Hann sagði að leitast verði við að eignaraðildin verði dreifð eftir söluna. „Svo er ég líka að vonast til að með lækkandi vöxtum og fleiri fjárfestingarkostum haldi sú þróun áfram að fleiri taki þátt á hlutabréfamarkaði og að hér sé kominn fram kostur sem geti stutt þá þróun,“ er haft eftir honum.

Morgunblaðið segir að á opnum netfundi með Bjarna hafi komið fram að hann telji æskilegt að hægt verði að kaupa hluti fyrir nokkra tugi þúsunda í útboðinu og að Bankasýsla ríkisins muni skoða þessa hlið málsins. Lægri þröskuldar muni auka þátttöku almennings í útboðinu.

Hann sagðist vænta þess að ríkið fái 119 milljarða, hið minnsta, fyrir allan hlut sinn í bankanum sem er alfarið í eigu ríkisins. 119 milljarðar er sú fjárfesting sem lagt hefur verið í til að örva efnahagslífið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

„Ég held að það sé alveg óhætt að segja að þar sem bankinn er með tæplega 190 milljarða eigin fé í dag hljótum við að hafa væntingar til þess, þegar allur bankinn hefur verið seldur, að við fáum að minnsta kosti fjárhæð sem jafngildir þessu átaki. Þá dregur það úr lánsfjárþörf sem nemur slíkum fjárhæðum,“ er haft eftir Bjarna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki