fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Pressan

Norður-kóreskir tölvuþrjótar grunaðir um að hafa reynt að stela upplýsingum frá AstraZeneca

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. desember 2020 21:10

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norður-kóreskir tölvuþrjótar eru grunaðir um að hafa gert tölvuárás á AstraZeneca lyfjafyrirtækið nýlega í því skyni að stela upplýsingum um bóluefni fyrirtækisins gegn kórónuveirunni.

Reuters segir að tölvuþrjótarnir hafi notað LinkedIn og WhatsApp og þóst vera hausaveiðarar að leita að starfsfólki. Þannig hafi þeir reynt að komast í samband við starfsfólk AstraZenece, þar á meðal starfsfólk sem vinnur að þróun bóluefnisins, og bjóða því störf sem ekki eru til.

Tölvuþrjótarnir sendu skjöl, sum úr rússneskum netföngum, með starfslýsingum. En þessi sköl voru hlaðin tölvuveirum sem gátu veitt þeim aðgang að tölvum viðtakendanna. Ekki er talið að þessi tilraun þeirra hafi borið neinn árangur.

Talsmenn AstraZeneca vildu ekki tjá sig um málið en Oxford háskóli, sem vinnur með AstraZeneca að gerð bóluefnisins, sagði í yfirlýsingu, sem var send til CNN, að háskólinn vinni náið með bresku tölvuöryggissveitinni til að tryggja öryggi verkefnisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn
Pressan
Í gær

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Snýr óvænt aftur eftir 8 ára fjarveru

Snýr óvænt aftur eftir 8 ára fjarveru