Andrej Kramaric, leikmaður Hoffenheim, var sjóðandi heitur í dag í lokaumferð þýsku deildarinnar.
Kramaric er eitt helsta vopn Hoffenheim í sókninni og var allt í öllu í 4-0 sigri á Dortmund.
Kramaric skoraði öll mörk Hoffenheim í óvæntum útisigri en það vantaði sumar stjörnur í lið heimamanna.
Króatinn bauð upp á svokallað ‘no look’ víti í leiknum og tókst að skora úr því sem er ansi skemmtilegt.
Kramaric horfði ekki á boltann þegar hann skaut að marki eins og má sjá hér.