Robert Lewandowski, leikmaður Bayern Munchen, hefur verið valinn leikmaður ársins í Þýskalandi.
Lewandowski hefur skorað 33 mörk á þessu tímabili en Bayern er búið að vinna deildina.
Lewandowski hefur lengi verið einn besti sóknarmaður heims og skoraði í 11 leikjum í röð á þessu tímabili.
Jadon Sancho, leikmaður Dortmund var í öðru sæti og Kai Havertz hjá Leverkusen var í því þriðja.
Lewandowski er enn aðeins 31 árs gamall en hann fékk 50 prósent atkvæða í valinu.