Barcelona hallast að því að hleypa Robert Lewandowski burt frítt næsta sumar samkvæmt fréttum frá Spáni.
Pólski framherjinn er 37 ára gamall en átti þó frábært síðasta tímabil með Börsungum og er enn að sanna mikilvægi sitt með því að raða inn mörkum.
Barcelona horfir þó til framtíðar og nú þykir líklegt að þetta verði síðasta tímabil Lewandowski í Katalóníu.
Lewandowski hefur átt stórkostlegan feril með Bayern Munchen og Dortmund, auk Barcelona.
Hann hefur verið orðaður hingað og þangað, bæði við félög innan og utan Evrópu.