fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Af hverju spila Strákarnir okkar ekki á þjóðarleikvangi Frakka?

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. september 2025 07:00

Frá því eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France á EM 2016. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París

Íslenska karlalandsliðið mætir því franska í annarri umferð undankeppni HM annað kvöld. Það verður þó ekki leikið á þjóðarleikvangi Frakka, Stade de France.

Bæði lið unnu góða sigra í fyrstu umferðinni, Ísland 5-0 gegn Aserbaísjan í Laugardalnum eins og flestir vita og Frakkland 0-2 gegn Úkraínu. Stákarnir okkar koma því fullir sjálfstrausts inn í leikinn en það má þó búast við að hann verði afar strembinn gegn einu sterkasta landsliði heims.

Leikurinn fer fram á Parc des Princes, heimavelli Paris Saint-Germain, en ekki á Stade de France. Hefur það vakið athygli einhverra en ástæðan er sú að samningur við rekstraraðila þjóðarleikvangsins er runninn út og er verið að vinna að því að finna nýjan.

Franska ríkið hefur átt í viðræðum við GL Events um að taka við rekstrinum, en það gengur eitthvað hægt að landa samningi.

Franska knattspyrnusambandið ákvað að velja Parc des Princes sem heimavöll landsliðsins í undankeppni HM, á meðan óvissa stendur yfir með þjóðarleikvanginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gæti flutt aftur til Birmingham í janúar

Gæti flutt aftur til Birmingham í janúar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður Liverpool þáði ekki boðið

Leikmaður Liverpool þáði ekki boðið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum liðsfélagi Carragher lýsir ósætti við hann á samfélagsmiðlum eftir ummæli um helgina

Fyrrum liðsfélagi Carragher lýsir ósætti við hann á samfélagsmiðlum eftir ummæli um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mikið undir hjá Íslandi í fyrramálið eftir glæstan sigur um helgina

Mikið undir hjá Íslandi í fyrramálið eftir glæstan sigur um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mancini að taka að sér áhugavert starf

Mancini að taka að sér áhugavert starf
433Sport
Í gær

Tjáir sig um Manchester United – „Þá er það ekkert sérstakt“

Tjáir sig um Manchester United – „Þá er það ekkert sérstakt“
433Sport
Í gær

Slítur sambandi við háskólanema sem er 37 árum yngri – Kveðst mjög virkur kynferðislega og er strax kominn í nýtt samband

Slítur sambandi við háskólanema sem er 37 árum yngri – Kveðst mjög virkur kynferðislega og er strax kominn í nýtt samband