England er í fínum málum þegar Harry Kane ákveður að leggja skóna á hilluna að sögn fyrrum leikmanns liðsins, Gary Lineker.
Kane hefur lengi verið aðal framherji enska landsliðsins í mörg ár en hann er orðinn þrítugur og á aðeins nokkur góð ár eftir í boltanum.
Lineker telur að Jude Bellingham, miðjumaður Real Madrid, geti teki við af Kane og spilað sem framherji.
Bellingham hefur allan sinn feril spilað sem miðjumaður en Lineker telur að hann sé með allt sem til þarf fyrir góðan framherja.
,,Miðað við hvernig hann hefur byrjað hjá real Madrid þá er Gareth Southgate svo sannarlega með möguleika þarna,“ sagði Lineker.
,,Ef Harry Kane meiðist eða hættir – hann er þrítugur í dag – Jude gæti spilað sem framherji eða sem fölsk nía. Hann er að skora svoleiðis mörk.“
,,Hann er að gera auðveldu hlutina eins og ég gerði á mínum tíma. Hann spilar sem tía í leikjum Englands en hann er líklega með svakalegasta vopnabúr sem ég hef séð frá enskum leikmanni. Hann getur spilað aftarlega, sem átta, hann er aðeins 20 ára gamall.“