Chelsea 0 – 2 Brentford
0-1 Ethan Pinnock(’58)
0-2 Bryan Mbuemo(’96)
Chelsea tapaði nokkuð óvænt fyrsta leik dagsins í dag er liðið mætti Brentford á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni.
Chelsea spilaði nokkuð vel um síðustu helgi gegn Arsenal og bjuggust stuðningsmenn liðsins við svipuðu í dag.
Brentford gerði sér þó lítið fyrir og vann 2-0 útisigur og kemst upp fyrir Chelsea í töflunni með þremur stigum.
Brentford var að vinna sinn annan leik í röð og er með 13 stig í 10. sæti en sæti neðar er Chelsea með 12.