Carlos Alberto, fyrrum leikmaður Porto, virðist hafa staðfest það að Jose Mourinho sé að taka við brasilíska landsliðinu.
Mourinho er í dag þjálfari Roma á Ítalíu en er orðaður við Brasilíu sem er án þjálfara eftir HM í Katar.
Tite sagði upp störfum sínum eftir HM á síðasta ári og nú er útlit fyrir að Mourinho starfi sem landsliðsþjálfari í fyrsta sinn.
,,Ég ætlaði að varpa sprengju í beinni hérna en ég má það ekki. Ég mun samt tjá mig,“ sagði Alberto.
,,Kannski er Mourinho næsti landsliðsþjálfari Brasilíu. Þetta eru upplýsingar. Það skiptir engu máli hvaðan þær koma, ég er að segja ykkur frá þessum upplýsingum því hann bauð mér meira að segja að verða aðstoðarmaður hans.“