Carlos Tevez, leikmaður Boca Juniors, ætlar ekki að þiggja laun hjá félaginu næstu mánuðina.
Þetta hefur Tevez sjálfur staðfest en Tevez er lang launahæsti leikmaður argentínska félagsins.
Samningur Tevez rennur út í desember á þessu ári en öll hans laun munu fara til góðgerðarmála þar til í lok árs.
,,Ég mun halda áfram hjá Boca. Samningurinn er til desember 2020 og ég mun gefa 100 prósent af mínum launum til góðgerðarmála,“ sagði Tevez.
,,Það mun koma fram í samningnum mínum hvert launin fara. Ég vil ekki fá þessa peninga.“
Tevez er fyrrum landsliðsmaður Argentínu og lék einnig fyrir Juventus og Manchester United.