fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Lögregla hefði getað komið í veg fyrir seinni nauðgun Elvars

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 28. júlí 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir tengdir máli Elvars Sigmundssonar hafa gagnrýnt að hann hafi ekki verið færður í gæsluvarðhald eftir fyrri nauðgunina en líkt og DV hefur ítarlega fjallað um þá nauðgaði Elvar tveimur stúlkum í sömu vikunni síðasta sumar. Hann var handtekinn þann sama daga og fyrri nauðgun átti sér stað en var ekki færður í gæsluvarðhald. Hann gekk því laus og gat brotið á annarri stelpu einungis sex dögum síðar.

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í svari við fyrirspurn DV að lögregla hafi haft nægjanlega ástæður til þess að krefjast gæsluvarðhalds. „Um var að ræða ungan mann með hreinan sakaferil, sem ekki hafði komið við sögu lögreglu áður. Málið var ítarlega rannsakað, öll gögn haldlögð og viðkomandi var í haldi þann tíma sem lög heimila. Samkvæmt sakamálalögum, nánar tiltekið 95. gr. a. laga nr. 88/2008 voru ekki nægjanlegar ástæður til þess að krefjast gæsluvarðhalds. Ekkert lá fyrir um það að hann væri líklegur til þess að brjóta af sér á nýjan leik. Samkvæmt 95. greinar sakamálalaga var ekki unnt að krefjast gæsluvarðhalds,“ segir í svari Ólafs Helga og bætir hann við: „hvert og eitt mál sem upp kemur er skoðað og dreginn af því lærdómur.“

Þetta svar stenst þó ekki fyllilega skoðun því séu umrædd lög skoðuð þá kemur fram að fyrsta skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi sé að hvort ætla megi að sakborningur muni skemma rannsókn málsins „svo sem með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum ellegar hafa áhrif á samseka eða vitni“.

Í dómi Elvars kemur skýrt fram að hann gerði tilraun til að hylma yfir glæpinn. Þegar lögregla fór á heimili hans veitti hún því athygli að sængurver hafi ekki verið utan um sængina og ekki heldur lak á rúminu.

Elvar sagðist hafa brennt sængurverið því það hafi verið götótt en í ljós kom að í rusli við húsið var svartur ruslapoki sem lokað hafði verið með svörtu strigalímbandi. Í pokanum reyndist vera sængurver, notaður smokkur, umbúðir utan af smokki og rautt handklæði. Þetta vissi lögregla sama dag og Elvar var handtekinn.

Enn fremur kemur fram í viðtölum DV við bæði þolanda nauðgunarinnar og fyrrverandi félaga Elvars að einungis fáeinum dögum síðar reyndi hann að ógna stúlkunni. „Elvar sannfærði okkur um að fara í Kringluna og tala við stelpuna. Ég keyrði hann í Kringluna og beið í bílnum með honum meðan hinir strákarnir hótuðu henni að ef hún drægi ekki til baka kæruna yrði bróðir hennar laminn. Ég treysti alveg Elvari þegar ég var með honum í Kringlunni eins og við allir, ég efaðist alltaf um að hann hafði gert henni þetta, þangað til hitt kom í ljós.

Elvar var með mér úti í bíl og var alltaf að tönnlast á því að ef hún væri að segja satt væri hún ekki á lífi. Hann sagði: „Hefði ég stappað á hálsinum á þessari stelpu þá hefði ég fokking hálsbrotið hana, þú sérð hvað ég er stór“. Þetta sat í mér. Síðan kom annað í ljós,“ segir Siggi, fyrrverandi félagi Elvars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“