fbpx
Sunnudagur 15.júní 2025
Pressan

Læknir um krabbamein Bidens – „Ég er dálítið hissa“

Pressan
Mánudaginn 19. maí 2025 12:30

Joe Biden. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir af fremstu læknum Bandaríkjanna hafa hafa lýst undrun sinni á því hvers vegna krabbameinið sem Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er með greindist ekki fyrr.

Skrifstofa forsetans fyrrverandi greindi frá því í gær að hann hefði greinst „agressíft“ mein í blöðruhálskirtli og meinvörp í beinum. Biden mun hafa farið til læknis í síðustu viku vegna einkenna frá þvagfærum og fundu læknar þá hnúð á blöðruhálskirtlinum.

Í fréttum bandarískra fjölmiðla kom fram að meinið hefði fengið einkunnina 9 á hinum svokallaða Gleason-kvarða sem notaður er til að meta hversu árásargjarnt krabbamein í blöðruhálskirtli er.

Mail Online hefur eftir Dr. Howie Forman, prófessor við Yale-háskóla, að niðurstöður PSA-mælingar (e. Prostate Specific Antigen) gefi til kynna að Biden hefði verið með krabbameinið „í einhvern tíma áður en það greindist“ miðað við það hversu árásargjörn tegundin er.

Segir hann það undarlegt að sjúkdómurinn væri að greinast fyrst á þessu stigi – sérstaklega í ljósi þess að Biden hefur haft fyrsta flokks aðgang að heilbrigðisþjónustu á síðustu árum.

Dr. Marc Siegel, sem fréttastofa Fox ræddi við, segir það einnig undarlegt að meinið hafi fyrst uppgötvast með þreifingu á blöðruhálskirtli. „Yfirleitt sjáum við hækkað PSA-gildi og eltum það svo uppi,“ segir hann og bætir við að hann skoði alla sína sjúklinga, sem komnir eru yfir 45 ára aldur, með tilliti til sjúkdómsins.

Bendir hann á að í tilfelli Bidens hafi læknar fyrst gert sýnatöku eftir að hann kvartaði yfir þvagvandamálum og það sé merki um að meinið hafi þegar breiðst út. Siegel segir að einkenni sjúkdómsins séu oft lítil sem engin í byrjun.

„En hann hlýtur að hafa fengið þá bestu umönnun sem völ er á. Ég er dálítið hissa á að þetta sé svona langt gengið,“ segir hann. „Það væri mjög ótrúlegt ef þeir hefðu ekki fylgst náið með þessu því læknar vita að þetta er sú tegund krabbameins sem virkilega þarf að leita eftir hjá körlum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Tíu klassísk mistök sem karlar gera á fyrsta stefnumótinu (og hvernig er hægt að forðast þau)

Tíu klassísk mistök sem karlar gera á fyrsta stefnumótinu (og hvernig er hægt að forðast þau)
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Er þögn góð fyrir þig?

Er þögn góð fyrir þig?
Pressan
Í gær

Sat líka í sæti 11A og lifði af flugslys þar sem yfir 100 fórust

Sat líka í sæti 11A og lifði af flugslys þar sem yfir 100 fórust
Pressan
Í gær

Dóttir Ásu og Rex skipti um skoðun áður en heimildarþættirnir fóru í loftið – Þessu trúir hún í dag í ljósi staðreynda málsins

Dóttir Ásu og Rex skipti um skoðun áður en heimildarþættirnir fóru í loftið – Þessu trúir hún í dag í ljósi staðreynda málsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afi hennar og amma tóku hana að sér og ólu upp – Svona launaði hún þeim góðmennskuna

Afi hennar og amma tóku hana að sér og ólu upp – Svona launaði hún þeim góðmennskuna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinsælasti meinti morðinginn í dag deilir 27 hlutum sem hann er þakklátur fyrir

Vinsælasti meinti morðinginn í dag deilir 27 hlutum sem hann er þakklátur fyrir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Henni var rænt og haldið fanginni í trékassa í 7 ár – Hvað varð um „Stúlkuna í kassanum“?

Henni var rænt og haldið fanginni í trékassa í 7 ár – Hvað varð um „Stúlkuna í kassanum“?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi starfsmaður DOGE opnar sig um reynslu sína og hvers vegna hann var rekinn

Fyrrverandi starfsmaður DOGE opnar sig um reynslu sína og hvers vegna hann var rekinn