fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Mörg þúsund viðskiptavinir fá bætur – Tveir menn pissuðu í matinn

Pressan
Miðvikudaginn 19. mars 2025 04:24

Hot Pot. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverska veitingastaðakeðjan Haidilao ætlar að greiða um 4.000 viðskiptavinum sínum bætur eftir að myndband eitt fór á mikið flug á Internetinu. Á því er ekki annað að sjá en tveir karlmenn pissi í svokallaðan „hotpot“ en það er mjög vinsæll matur í Kína og víðar.

Þetta gerðist á veitingastað keðjunnar í Shanghai að sögn The Independent sem segir að Haidilao hafi tilkynnt um bótagreiðsluna eftir að myndbandið fór í dreifingu í síðasta mánuði. Mennirnir sjást pissa í „hotpot“ þar sem þeir sátu að snæðingi í einkaherbergi á veitingastaðnum.

Fyrirtækið segir að málið hafi leitt í ljós ákveðna vankanta á þjálfun starfsfólks sem hafi valdið því að það tók ekki eftir því sem mennirnir gerðu.

Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að það skilji fullkomlega hversu óþægilegt þetta sé fyrir viðskiptavini og það sé ekki hægt að bæta þeim þetta að fullu en fyrirtækið muni gera sitt besta til að taka ábyrgð á málinu.

Ekki kemur fram hversu háar bætur verða greiddar.

Haidilao hefur kært mennina til lögreglunnar og hefur stigið fyrstu skrefin í málshöfðun gegn þeim. Þeir eru 17 ára og eru í haldi lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Í gær

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum