fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Drukkið par sagaði hausinn af hundinum til að „hefna kattarins“

Pressan
Miðvikudaginn 12. mars 2025 21:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franskt par hefur verið dæmt í fangelsi fyrir að hafa sagað hausinn af hundinum þeirra til að „hefna kattarins“. Parið var drukkið þegar þetta gerðist en þetta átti sér stað í Auxerre í Frakklandi.

Samkvæmt fréttum fjölmiðla þá fann lögreglan hundinn dauðan á heimili parsins þegar hún var kölluð þangað vegna heimilisófriðar í maí á síðasta ári.

Málið var tekið fyrir dóm í síðustu viku og sagði konan að hún hefði stungið hundinn, sem var af tegundinni Argentinia mastiff, eftir að hún fann kött unnusta síns dauðan. Sagði hún að hundurinn hefði drepið köttinn. Le Parisien skýrir frá þessu.

Parið sagði fyrir dómi að það hefði vilja svæfa þennan „hættulega“ hund og sagði maðurinn að „afhausun“ hafi verið eina aðferðin sem honum datt í hug til að gera þetta.

Hann sagði að þau hefðu drukkið ótæpilega, lítra af vodka og tvo bjóra hvort, áður en hryllilegar 20 mínútur tóku við þar sem þau réðust á hundinn.

Nokkrir aðrir kettir og hundar voru á heimilinu því parið hafði í hyggju að hefja hundaræktun.

Maðurinn, sem er 38 ára, var dæmdur í 18 mánaða fangelsi og konan, sem er 31 árs, var dæmd í tveggja ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli