fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Þrjár ástæður fyrir að þú átt ekki að þrífa eyrun

Pressan
Laugardaginn 15. febrúar 2025 18:30

Ekki nota eyrnapinna!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er hluti af baðrútínu margra að þrífa eyrun með eyrnapinna en það er ekki góð hugmynd eftir því sem samtök bandarískra háls- og eyrnalækna segja.

Fyrir það fyrsta er engin þörf á því að þrífa eyrun. Eyrnamergur myndast í eyrnaganginum og flyst af sjálfsdáðum úr dýpsta hluta hans að útganginum. En það eru auðvitað undantekningar á þessu því sumir framleiða meiri eyrnamerg en fólk gerir að meðaltali og hjá öðrum, sérstaklega eldra fólki, þá verður eyrnamergurinn harðari og þurrari. Viðbrögðin við þessu eru ekki að stinga eyrnapinna inn í eyrað. Það er best að fá heilbrigðisstarfsmann til að fjarlægja eyrnamerginn.

Í öðru lagi getur verið hættulegt að stinga eyrnapinna eða öðru inn í eyrað því það getur skaddað eyrnaganginn eða hljóðhimnuna eða ýtt eyrnamerg lengra inn og þá verður erfiðara að losna við hann. þetta getur valdið tilfinningu eins og þrýstingur sé í eyranu og jafnvel skert heyrnina.

Í þriðja lagi er það misskilningur að eyrnamergur sé merki um slæman þrifnað, þvert á móti. Hann er merki um heilbrigt eyra.

Eyrnamergur er náttúrulegt rakakrem sem kemur í veg fyrir að húðin í eyranu verði of þurr.

Hann fangar drullu og ryk áður en það kemst langt inn í eyrnaganginn.

Hann dregur dauðar húðfrumur og drullu í sig.

Hann kemur í veg fyrir að bakteríur og aðrir smitberar komist inn í innra eyrað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli