fbpx
Föstudagur 28.mars 2025
Pressan

Svarti sauðurinn í norsku konungsfjölskyldunni sakaður um enn einn glæpinn

Pressan
Föstudaginn 14. febrúar 2025 17:30

Marius Borg. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marius Borg Høiby, stjúpsonur Hákonar krónprins í Noregi, hefur verið sakaður um að nauðga sjónvarpskonunni Linn Meister. Meint brot átti sér stað árið 2018 í gleðskap sem haldinn var í kjallara í bústað krónprinshjónanna í Skaugum.

Séð og heyrt í Noregi greinir frá þessu og fjallar meðal annars Mail Online um málið á vef sínum í dag. Marius er sonur Mette Marit, eiginkonu Hákonar, úr fyrra sambandi og því stjúpsonur krónprinsins.

Þar sem Marius er aðeins stjúpsonur Hákonar gegnir hann ekki konunglegum skyldum og er ekki í erfðaröð krúnunnar. Málið hefur þó valdið titringi innan fjölskyldunnar enda er þetta langt því frá fyrsta málið sem kemur upp þar bornar eru alvarlegar sakir á hann.

Í ágúst í fyrra var til dæmis greint frá því að hann hefði verið handtekinn vegna gruns um ofbeldi gegn kærustu sinni. Eftir að fjallað var um það mál steig svo önnur fyrrverandi kærasta fram og lýsti andlegu og líkamlegu ofbeldi meðan á sambandinu stóð.

Marius er sagður hafa nauðgað Linn í gleðskap 2018 en hún mun hafa verið meðvitundarlaus þegar brotið var framið. Mun lögregla meðal annars hafa myndband undir höndum sem sýnir meint brot hans. Marius var rúmlega tvítugur þegar atvikið átti sér stað og Linn rúmlega þrítug.

Norskir fjölmiðlar greina frá því að myndefni, þrjár hreyfimyndir og tíu ljósmyndir, sem sýnir meinta nauðgun hafi fundist í tölvu Mariusar.

Linn birti yfirlýsingu á Snpachat-reikningi sínum þar sem hún sagði að fréttin í Séð og heyrt væri rétt. Að öðru leyti taldi hún ekki rétt að tjá sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Frakkar ætla að enduropna kjarnorkuflugvöll og staðsetja orustuþotur með ofurhljóðfrá kjarnorkuflugskeyti þar

Frakkar ætla að enduropna kjarnorkuflugvöll og staðsetja orustuþotur með ofurhljóðfrá kjarnorkuflugskeyti þar
Pressan
Í gær

Brúðarkjóll Melania Trump falur fyrir 6 milljónir

Brúðarkjóll Melania Trump falur fyrir 6 milljónir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk skýrir frá milljónasvindli hjá hinu opinbera – 9 mánaða barn fékk að sögn 13 milljónir í lán

Musk skýrir frá milljónasvindli hjá hinu opinbera – 9 mánaða barn fékk að sögn 13 milljónir í lán
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju er bjór seldur í sixpack?

Af hverju er bjór seldur í sixpack?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún er með nýra úr svíni og slær daglega met og vekur vonir margra

Hún er með nýra úr svíni og slær daglega met og vekur vonir margra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að Frakkar „eigi að vera þakklátir fyrir að tala ekki þýsku“

Segir að Frakkar „eigi að vera þakklátir fyrir að tala ekki þýsku“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Donald Trump tryllist út af málverki sem stuðningsmenn hans borguðu fyrir

Donald Trump tryllist út af málverki sem stuðningsmenn hans borguðu fyrir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump svarar því hverju hann trúir um morðið á John F. Kennedy – „Ég trúi því, og hef alltaf gert“

Trump svarar því hverju hann trúir um morðið á John F. Kennedy – „Ég trúi því, og hef alltaf gert“