fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

5 uppskriftir sem hjálpa þér að drekka meira vatn

Pressan
Laugardaginn 11. janúar 2025 14:30

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir vita að það er mjög mikilvægt að drekka vatn en samt sem áður eiga margir erfitt með að drekka eins mikið vatn og fólki er ráðlagt. Til að ráða bót á þessu er hægt að gera vatnið að upplifun þegar kemur að bragðinu!

Með einföldum hætti er hægt að gera venjulegt kranavatn að frískandi og hollri upplifun. Þetta er hægt að gera með því að bæta ávöxtum, grænmeti eða kryddjurtum út í það.

Næringarfræðingurinn Camilla Grønnegaard Christoffersen veitti lesendum Femina góð ráð um þetta og kom með fimm uppskriftir að vatni með góðu bragði.

Sá fríski – Þetta er klassísk blanda þar sem lime og appelsína eru skornar í þunnar sneiðar og þær settar í vatnið. Síðan er einni stöng af myntu bætt við. Þetta er látið standa í ísskápnum í 1-2 klukkustundir áður en það er drukkið.

Það bitra – Skerðu fjórðung af grapealdini í sneiðar og smávegis af lime. Settu sneiðarnar í flösku með köldu vatni. Bragðið er bæði frískandi og súrt.

Það sæta – Þessi blanda er sannkölluð veisla fyrir bragðskynið og augun. Hreinsaðu jarðarber og skerðu þau niður og settu í vatn ásamt þunnum appelsínusneiðum og lime og síðan myntustöng. Þetta er fullkominn drykkur á heitum sumardögum!

Það klassíska – Gúrkur eru þekktar fyrir að kæla á náttúrulegan hátt. Taktu einn þriðja af gúrku og skerðu í þunnar lengjur og settu þær út í vatn. Þá ertu komin(n) með einfaldan en ótrúlega frískandi drykk.

Hið framandi – Skerðu sítrónugras til og gerðu skurð langsum og þrýstu niður á borð til að losa um ilminn. Heltu síðan köldu vatni yfir og láttu þetta bíða í ísskáp í nokkrar klukkustundir áður en þú drekkur það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli