fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Pressan

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Pressan
Miðvikudaginn 1. janúar 2025 19:00

Overtoun Bridge. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver kannast ekki við þjóðsöguna um skrímslið Nessie sem býr að sögn í Loch Ness vatninu í Skotlandi? Einnig eru til margar skoskar þjóðsögur um höfuðlausa trommuleikara. Í Dumbarton, norðan við Glasgow, herma sögur að afturgöngur leiki lausum hala en ekki nóg með það því frá Overtoun Bridge stökkva hundar beint í dauðann og það er engin þjóðsaga heldur staðreynd.

„Eitthvað truflaði hundinn þegar við nálguðumst brúna. Fyrst stífnaði hann upp en síðan var eins og undarleg orka helltist yfir hann og síðan hljóp hann og hoppaði út yfir brúarhandriðið.“

Svona lýsti einn hundaeigandi því sem gerðist þegar hann gekk nærri brúnni með hundinn sinn og saga hans er ekkert einsdæmi. Mörg hundruð hundar hafa að sögn stokkið fram af brúnni. Margir þeirra drápust á hvössum klettunum 15 metra fyrir neðan hana.

Þetta hljómar kannski eiginlega eins og eitthvert illt afl ná tökum á dýrunum og stýri þeim beint í dauðann. Minnir næstum því á atriði úr The Twilight Zone. En íbúarnir í Dumbarton vita að þetta er engin þjóðsaga eða atriði úr sjónvarpsþætti heldur bláköld staðreynd og þeir kalla brúna „Sjálfsmorðsbrú hundanna“.

Eins og gefur að skilja hefur brúin verið umtöluð í gegnum tíðina. Vísindamenn telja að um 300 hundar hafi stokkið fram af henni en fjölmiðlar telja að þeir séu allt að 600. Minnst 50 þeirra drápust.

Eins og svo oft eru margar kenningar á lofti um hvað valdi þessu. Sumir telja að rökrétt skýring sé á þessu, að þetta tengist landslaginu og lykt af spendýrum í gilinu undir brúnni. Þetta valdi því að hundarnir missi stjórn á sér. Aðrir leita skýringa í yfirskilvitlegum hlutum. Ekki er það til að draga úr dulúðleikanum að brúin er í rólegum og þéttum skógi.

Brúin var innblástur að heilum þætti í X-Files seríunni og heil bók hefur verið skrifuð um hana. En þrátt fyrir alla þá athygli sem hún hefur fengið hefur þessi ráðgáta ekki enn verið leyst.

Paul Owens, kennir trúarbragðafræði og heimspeki í Glasgow en ólst upp í bæ nærri brúnni. Hann gaf nýlega út bókina „The Baron of Rainbow BridgeOvertoun’s Death Leaping Dog Mystery Unravelled“. Hann er sannfærður um að skýringanna sé að leita í yfirskilvitlegum heimi. Hann segist einfaldlega vera sannfærður um að draugur standi á bak við þetta allt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vara fólk við að borða jólatré

Vara fólk við að borða jólatré
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá