En vissir þú að það er hægt að nota vatnið, sem þær eru soðnar í, til ýmissa hluta?
Flestir hella því eflaust bara í vaskinn og hugsa ekki meira út í það en kartöfluvatnið inniheldur „ókeypis elexír“.
Fyrir garðáhugafólk þá er kartöfluvatnið töfravopn. Það er áhrifaríkur illgresiseyðir og lífrænn áburður og því frábært fyrir þá sem vilja ekki nota tilbúin efni í garðinn. Linternaute segir að það að vökva garðinn vikulega með kartöfluvatni geti skilað ótrúlegum árangri á aðeins einum mánuði.
Það er líka hægt að nota kartöfluvatn við þrif! Ef þú bætir volgu kartöfluvatni út í skúringalöginn, þá getur þú náð fram gljáa á flísunum vegna sterkjunnar sem er í kartöfluvatninu. Láttu vatnið liggja á flísunum í tíu mínútur og skolaðu þær síðan með köldu vatni.
Kartöfluvatn er frábært til að þrífa silfur. Dýfðu tusku í kartöfluvatn og strjúktu silfrið síðan með henni.