fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Pressan

Forstjóri geimferðastofnunar segir að geimverur hafi komið til jarðarinnar og komi aftur fljótlega

Pressan
Laugardaginn 7. september 2024 21:30

Fáum við fljótlega svar við spurningunni um hvort við erum ein í alheiminum?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það búa vitsmunaverur á öðrum plánetum en jörðinni. Þetta segir S. Somanath, indverskur geimverkfræðingur sem hefur verið forstjóri indversku geimferðastofnunarinnar síðan 2022.

Hann kom nýlega í hlaðvarpið The Ranveer Show og ræddi um hvort vitsmunaverur séu til utan jarðarinnar.  Hann sagði engan vafa leika á því að líf sé að finna á öðrum plánetum. „Hugur minn segir já þrátt fyrir að ég hafi engar sannanir. Ég segi þér þetta sem forstjóri geimferðastofnunarinnar ISRO,“ sagði hann.

„Það eru örugglega geimverur þarna úti í alheiminum. Geimverur þýðir að það eru lifandi kerfi og samfélög í öðrum hlutum alheimsins. Ef þær eru nokkur þúsund árum, eða jafnvel 10.000 árum, á undan okkur á tæknisviðinu, þá munu þær örugglega heimsækja okkur,“ sagði hann.

Hann líkti þessu við manneskjur sem fara í dýragarð til að sjá ljón. „Fyrir þær er plánetan okkar eins og dýragarður,“ sagði hann.

Hann er þó ekki spenntur fyrir að hitta geimverur, að minnsta kosti ekki vitsmunaverur, á næstunni. Hann sagði að líffræðin sé þannig að öll lífsform á jörðinni tengist á einhvern hátt, plöntur, bakteríur, fiskar, dýr og fólk. „Við þróuðumst öll frá sama forföðurnum,“ sagði hann og bætti við: „Ef eitthvað þróast á annarri plánetu, þá gæti það hafa þróast á allt annan hátt. Það er hugsanlega ekki með sömu genauppbygginguna eða prótín uppbyggingu og það getur verið mjög hættulegt. Þegar tvö lífsform hittast, þá verður annað að drottna yfir honum. Það er gangur náttúrunnar, annað mun ekki leyfa hinu að lifa, það verður að standa framar og eyða hinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar