fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Ofurfyrirsætan sögð vera svikahrappur

Pressan
Mánudaginn 30. september 2024 07:30

Naomi Campbell. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurfyrirsætunni Naomi Campbell hefur verið bannað að sinna störfum fyrir góðgerðasamtök næstu fimm árin. Ástæðan er að hún misnotaði trúnaðarstöðu sína hjá góðgerðasamtökunum Fashion for Relief mjög gróflega.

USA Today er meðal þeirra miðla sem skýra frá þessu.

Meðal þess sem breska eftirlitsstofnunin Charity Commision gagnrýnir við störf Fashion fro Relief er að samtökin notuðu aðeins 8,5%, af því fé sem safnaðist, til góðgerðarmála. Þess utan er stjórnun samtakanna sögð hafa verið slæm og að lítil sem engin stjórn hafi verið á fjármálum þeirra.

En það sem gerði útslagið í máli Campbell var að hún hafði farið ansi frjálslega með peninga samtakanna í stað þess að láta þurfandi njóta þeirra.

Meðal útgjalda samtakanna fyrir Campbell var að greitt var fyrir gistingu á fimm stjörnu hóteli í Cannes þegar kvikmyndahátíðin fræga fór þar fram. Þess utan greiddu samtökin fyrir dýrar baðferðir hennar, herbergisþjónustu og sígarettur.

Campbell hefur ekki tjáð sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli