Ekstra Bladet segir að maðurinn, sem heitir Muhammad Zain Ul Abideen Rasheed, hafi þóst vera 15 ára YouTube-stjarna og hafi þannig náð sambandi við stúlkurnar. Hann fékk þær til að deila kynlífsdraumum sínum og löngunum með sér.
Hann fékk að minnsta kosti 286 ungar stúlkur frá 20 löndum til að senda sér kynferðislegt myndefni. Hann hótaði stúlkunum að skýra frá kynlífsdraumum þeirra ef þær gerðu ekki eins og hann sagði og þannig fékk hann þær til að taka upp myndbönd þar sem þær gerðu eitt og annað kynferðislegt og oft niðurlægjandi.
Hann var meðlimur í Incel-hópi og streymdi niðurlægjandi myndefni til annara meðlima hópsins. Incel er orð sem er notað yfir karlmenn sem eru einhleypir þvert gegn vilja sínum. Þeir líta oft mjög niður á konur og hafa í hótunum við þær.
BBC segir að Rasheed hafi játað 119 ákæruatriði og hafi því verið dæmdur í 17 ára fangelsi.
Áströlsk yfirvöld segja að um eitt versta kynlífskúgunarmál sögunnar sé að ræða.