The Independent segir að leitarmenn hafi fundið lík fjallgöngumannanna í 4.700 metra hæð á þessum hæsta tindi Alpanna. Dánarorsök þeirra var ofkæling að sögn embættismanna.
Fjallgöngumennirnir tilkynntu á laugardagskvöldið að þeir væru í vandræðum vegna veðurs. Veðrið var þá enn að versna á svæðinu og því gátu björgunarmenn ekki komist til þeirra úr lofti eða á láði.
Á sunnudagsmorguninn tókst að bjarga tveimur suðurkóreskum fjallgöngumönnum sem voru í 4.100 metra hæð.