Live Science skýrir frá þessu og segir að myndin sé talin vera að minnsta kosti 51.200 ára gömul og sé 6.000 árum eldri en myndasagan sem var talin sú elsta fram að þessu. Aðeins 10 km eru á milli staðanna þar sem þær eru.
Elsta myndin fannst í Leang Karampuang hellinum að því er fram kemur í rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature. Hún fannst 2017 og sýni voru tekin úr henni þá en það var ekki fyrr en á þessu ári sem þau voru rannsökuð og aldurinn þar með staðfestur.
Fyrri methafinn er mynd í fullri stærð af villisvíni en hún var gerð fyrir um 45.500 árum að því að talið er. Hún er í helli í Leang Tedongne.
Nýfundna myndin er af þremur blendingum af mönnum og dýrum og villisvíni.