Það eina sem þarf til er heitt vatn. Það á að vera svo heitt að það er pínu óþægilegt að fá það á húðina en það má ekki vera svo heitt að það brenni hana. Með því að stinga svæðinu, þar sem bitsárið er, í vatnið í nokkrar sekúndur er hægt að lina kláðatilfinninguna í margar klukkustundir.
Forskning.no skýrir frá þessu og segir að aðferðin virki gegn mýbiti en einnig stungum geitunga og býflugna.