fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
Pressan

Loksins vitum við af hverju kettir mjálma að fólki

Pressan
Laugardaginn 3. ágúst 2024 17:30

Kettir eru vinsæl dýr.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mjálm er meira en bara fallegt hljóð því þetta er einnig hluti af sambandi fólks og katta og þetta á sér mörg þúsund ára sögu.

Í upphafi voru kettir einfarar sem kusu að búa einir og veiða einir frekar en að vera í hóp. Félagsleg samskipti þeirra takmörkuðust að mestu við samskipti læðu og kettlinga en þess utan þá mjálma kettir mjög sjaldan að hver öðrum.

Live Science segir að þegar kettir byrjuðu að búa með fólki þá hafi mjálmið fengið nýja þýðingu. Á margan hátt þá mjálmi kettir að okkur eins og við séum þeir sem hugsa um þá, svipað og mæður þeirra.

Talið er að samband katta og manna hafi hafist fyrir um 10.000 árum þegar fólk fór að taka sér fasta búsetu. Byggðir þeirra drógu að sér nagdýr sem aftur drógu að sér ketti í leit að fæði. Þeir kettir sem voru óragir og sýndu mikla aðlögunarhæfi þrifust vel í samfélagi fólks því þeir höfðu aðgang að fæðu. Með tímanum þróuðust tengsl á milli þeirra og fólks.

Ólíkt hundum, sem voru ræktaðir af fólki í ákveðnum tilgangi, þá gerðu kettir sjálfa sig að heimilisdýrum. Þeir kettir sem þoldu fólk og gátu átt í samskiptum við það höfðu forskot þegar kom að því að lifa af og því urðu þeir að heimilisdýrum.

Það að kettir mjálmi að fólki í dag byggist á einhverskonar eftirmynd af sambandi þeirra við móður sína, þeir láta velþóknun sína í ljós með málmi en þeir geta einnig breytt tóntegundinni til að láta óánægju í ljós. Mjálm þeirra fellur að þörf okkar fyrir að sjá um þá og færir þeim því ákveðinn ávinning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Af hverju er botninn á gosdósum ekki flatur?

Af hverju er botninn á gosdósum ekki flatur?
Pressan
Í gær

Myrti fjóra í skólanum sínum – Nú streyma skelfilegar sögur um fjölskylduna fram

Myrti fjóra í skólanum sínum – Nú streyma skelfilegar sögur um fjölskylduna fram
Pressan
Í gær

Skrímslið í Avignon segir lögreglu hafa rústað lífi sínu – Allir væru hamingjusamari hefði hann áfram fengið að brjóta gegn eiginkonu sinni

Skrímslið í Avignon segir lögreglu hafa rústað lífi sínu – Allir væru hamingjusamari hefði hann áfram fengið að brjóta gegn eiginkonu sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afinn varpar sprengju: „Hann þarf að fá dauðarefsingu“

Afinn varpar sprengju: „Hann þarf að fá dauðarefsingu“