Live Science segir að rústir garðsins hafi fundist þegar framkvæmdir stóðu yfir við nýja brú við Piazza Pia að því er segir í tilkynningu frá ítalska menningarmálaráðuneytinu.
Þegar fornleifafræðingar hófu störf á svæðinu fundu þeir aðalvatnsæð með áletruninni „C(ai) Cæsaris Aug(usti) Germanici“. Telja sérfræðingar að þessi áletrun vísi til Gaius Caesar Augustus Germanicus, betur þekktur sem Calígúla.
Telja sérfræðingar að áletrunin sýni að garðurinn hafi líklega tilheyrt Calígúla sem var þekktur fyrir miskunnarleysi og þótti einstaklega ófyrirleitinn. Hann var þess utan sadisti sem niðurlægði þing sitt. Hann var við völd í aðeins fjögur ár, frá 37 til 41 eftir Krist, en þá var hann myrtur af lífvörðum sínum.