fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Pressan

Nýtt blóðpróf gæti greint Parkinsonssjúkdóminn mörgum árum áður en einkenni koma fram

Pressan
Sunnudaginn 7. júlí 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með nýju blóðprófi og gervigreind er hugsanlega hægt að greina hvort fólk muni þróa Parkinsonssjúkdóminn með sér, sjö árum áður en fyrstu einkenni hans gera vart við sig.

Live Science skýrir frá þessu og segir að með því að greina prótín í blóði sé hugsanlega hægt að greina Parkinsonssjúkdóminn miklu fyrr en nú er.

Í prófinu er skoðað hvort prótín safnist öðruvísi saman en hjá þeim sem ekki eru í hættu á að fá sjúkdóminn. Með samspili prófsins og gervigreindar gátu vísindamenn sagt til um hvaða sjúklingar höfðu verið greindir með Parkinsonssjúkdóminn og hverjir ekki. Þeir gátu einnig sagt til um hverjir eru í áhættuhópi og eiga á hættu að þróa sjúkdóminn með sér.

„Við þurfum að greina sjúklinga áður en sjúkdómseinkennin koma fram,“ sagði Kevin Mills, aðalhöfundur rannsóknarinnar og prófessor við University College London í yfirlýsingu. Hann benti á að nú fá flestir meðferð við sjúkdómnum eftir að þeir byrja að sýna sjúkdómseinkenni en það sé of seint. „Við getum ekki látið heilafrumur okkar vaxa aftur og þess vegna verðum við að vernda þær sem við erum með,“ sagði hann einnig.

Parkinsonssjúkdómurinn herjar á rúmlega 8,5 milljónir manna um allan heim og verður um 300.000 manns að bana árlega. Þessar tölur hækka með hverju árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Átta algengustu ástæðurnar fyrir framhjáhaldi

Átta algengustu ástæðurnar fyrir framhjáhaldi
Pressan
Fyrir 1 viku

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk
Pressan
Fyrir 1 viku

Örlög Golfstraumsins gætu ráðist í „reiptogi“

Örlög Golfstraumsins gætu ráðist í „reiptogi“
Pressan
Fyrir 1 viku

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 1 viku

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári
Pressan
Fyrir 1 viku

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir