fbpx
Laugardagur 22.júní 2024
Pressan

Pútín segir að nú hafi Vesturlöndin misreiknað sig illilega og ýjar að hefndum – „Eruð þið alfarið gengin af göflunum?“

Pressan
Miðvikudaginn 5. júní 2024 22:34

Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Rússlands, Vladimir Pútín, hótaði Vesturlöndum óbeint hefndaraðgerðum í dag þegar hann benti á þann möguleika að Rússland sendi langdræg vopn til ríkja sem vilja ráðast á óvini sína á Vesturlöndum. Vesturlönd séu að mislesa stöðuna ef þau telja virkilega að Rússar muni aldrei grípa til kjarnorkuvopna.

„Fyrir einhverja ástæðu trúa Vesturlönd því að Rússar muni aldrei nota þau [kjarnorkuvopnin] Við erum með kjarnorkustefnu, sjáið bara hvað segir í henni. Ef aðgerðir annarra ríkja ógna fullveldi okkar eða yfirráðasvæðum þá munum við skoða þær aðgerðir sem okkur standa til boða. Þessu ber ekki að taka létt“

Þarna var forsetinn að bregðast við því að Bandaríkin heimiluðu nýlega Úkraínu að nota langdræg vopn, sem Bandaríkin höfðu sent þeim, til að ráðast á skotmörk innan landamæra Rússlands. Eins hafa fleiri Vesturlönd fylgt þessu dæmi svo sem Þýskaland.

Alltaf slæmt að senda vopn

Pútín sagði á blaðamannafundi með erlendum fjölmiðlum í dag að þarna hafi Vesturlöndin misreiknað sig herfilega. Rússland líti á málið sem stigmögnun í átökunum.

„Ef einhver heldur að það sé mögulegt að veita slík vopn til stríðssvæða til að ráðast á okkar yfirráða svæði og búa til vandamál fyrir okkur, hvers vegna höfum við ekki rétt til þess að senda vopn af svipaðri gerð til svæða í heiminum sem vilja ráðast gegn viðkvæmum innviðum þessara sömu Vesturlanda“

Pútín segir að verið sé að draga önnur ríki inn í stríð við Rússland og þá áskilur Rússland sér að sama bragði að bregðast við. Þetta sé hættuleg þróun.

Pútín hélt áfram: „Það má búast við að viðbrögð séu í sama anda. Við munum íhuga um þennan möguleika. Það er alltaf slæmt að senda vopn til stríðssvæða. Sérstaklega í tilfellum þar sem þau sem senda vopnin eru ekki bara að senda þau annað heldur líka að stjórna notkun þeirra. Þetta er mjög alvarlegt og mjög hættulegt útspil.“

Ræða ekki mannfallið

Pútín nefndi sérstaklega Þýskaland. Þegar Þýskaland hafi fyrst sent skriðdreka til Úkraínu þá hafi það misboðið siðferðisgildum Rússa út af minningum um seinni heimsstyrjöldina. Um þýsk stjórnvöld sagði hann:

„Þegar þeir segja að það muni koma fleiri loftskeyti sem munu sprengja skotmörk á rússnesku landi þá klárlega rústar það samskiptum ríkjanna tveggja.“

Pútín heldur því enn fast fram að Rússland hafi ekki ráðist inn í Úkraínu. Það sé rangur skilningur sem horfi ekki á heildarmyndina. Hann neitaði jafnframt að gefa upp hversu margir rússneskir hermenn hafa látið lífið í átökunum.

„Ég get svarað því að við höfum það að reglu að ræða það ekki. Ef við tölum um óbætanlegan missi þá er hlutfallið einn á móti fimm.“

Mannfall í átökunum er viðkvæmt mál í Rússlandi. Þar er öll gagnrýni á stríðsreksturinn bönnuð og stimpluð sem dreifing falsfrétta. Slíkt er refsivert að lögum og getur varðað allt að 15 ára fangelsi.

Bull og vitleysa

Pútín var eins spurður í forsetakosningarnar sem fara fram í Bandaríkjunum í nóvember þar sem reiknað er með að aftur verði kosið á milli Donald Trump og Joe Biden. Pútín sagðist vera slétt sama hvor sigri kosningarnar. Fyrir Rússland breyti það engu. Hann tók þó fram að sakfelling Trump á dögunum hafi verið pólitísk í eðli sínu og hafi sannað að í Bandaríkjunum sé ekki lengur um lýðræði að ræða. Þar hafi pólitíkin misnotað dómstóla.

Bæði Pútín og Biden hafa sagt að bein átök milli Rússlands og NATO muni leiða til nýrrar heimsstyrjaldar. Nýlega hafa áform Rússa um að tryggja varnir sínar við Eystrasaltið orðið til þess að aðildarríki NATO með landamæri við Eystrasalt hafa varað við því að Pútín ætli sér þar landvinninga. Pútín segir þá umræðu á villigötum.

„Þið ættuð ekki að mála Rússlands upp sem óvininn. Þið eruð bara að skaða ykkur sjálf með slíku, þið vitið það er það ekki? Þau halda því fram að Rússland ætli að ráðast á NATO. Eruð þið alfarið gengin af göflunum? Það er tregt og þetta borð. Hverjum dettur svona í hug? Þetta er bara algjört bull, þið vitið það. Algjör della.“

Moscow Times greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óbreyttir borgarar yfirbugðu karlmann sem er grunaður um að hafa nauðgað 13 ára stúlku

Óbreyttir borgarar yfirbugðu karlmann sem er grunaður um að hafa nauðgað 13 ára stúlku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt myndband sýnir drukkinn ökumann aka á hjólreiðamann

Óhugnanlegt myndband sýnir drukkinn ökumann aka á hjólreiðamann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Krókódíll reyndi að ná börnum – Endaði með að vera skotinn og borðaður af bæjarbúum

Krókódíll reyndi að ná börnum – Endaði með að vera skotinn og borðaður af bæjarbúum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún virtist lifa venjulegu lífi – En bak við slétt yfirborðið leyndist allt önnur manneskja

Hún virtist lifa venjulegu lífi – En bak við slétt yfirborðið leyndist allt önnur manneskja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reyndi vinsælt TikTok handfarangursráð – Uppskar flugbann fyrir athæfið

Reyndi vinsælt TikTok handfarangursráð – Uppskar flugbann fyrir athæfið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skipti um flugsæti við barn – Upplifði að eigin sögn hrylling að launum allt flugið

Skipti um flugsæti við barn – Upplifði að eigin sögn hrylling að launum allt flugið