fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Pressan

Ætlaði að koma af stað kynþáttastríði

Pressan
Þriðjudaginn 18. júní 2024 11:30

Prieto á byssusýningunni í október síðastliðnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, telur sig hafa komið í veg fyrir fjöldamorð þegar hinn 58 ára Mark Adams Prieto var handtekinn í síðasta mánuði. Prieto er sagður hafa lagt á ráðin um skotárás á tónleikum í Atlanta um miðjan maí þegar rapparinn Bad Bunny hélt þar tónleika.

Prieto er sagður hafa ætlað að koma af stað „kynþáttastríði“ og kom hann sér í kynni við tvo menn sem hann taldi deila skoðunum sínum. Sögðust mennirnir reiðubúnir að leggja hönd á plóg í árásinni.

Hann komst síðar að því að mennirnir tveir voru uppljóstrarar frá FBI og var hann handtekinn þann 14. maí síðastliðinn þegar hann var á leið til Atlanta.

Í samtölum, sem meðal annars fóru fram á netinu, sagði hann mönnunum að skilja meðal annars eftir suðurríkjafánann á vettvangi en hann hefur löngum þótt tákn um rasisma. Þá hvatt hann þá til að hrópa slagorð eins og „Black lives don‘t matter, white lives matter“ og KKK all the way“. Vildi hann drepa eins marga og mögulegt var.

Í frétt CNN kemur fram að rannsókn málsins hafi byrjað í október síðastliðnum þegar einstaklingur sem sótti byssusýningu ræddi við Prieto. Var Prieto sagður hafa talað fyrir skotárásum gegn svörtu fólki, gyðingum og múslimum á sýningunni og varð þessi sami einstaklingur annar af uppljóstrurum FBI í málinu.

Prieto á þungan dóm yfir höfði sér verði hann fundinn sekur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?
Pressan
Fyrir 1 viku

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 1 viku

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 1 viku

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu