fbpx
Fimmtudagur 13.júní 2024
Pressan

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Pressan
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 08:00

Kannabisverslun í New York. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í 24 ríkjum Bandaríkjanna auk Washington D.C. og Gvam er búið að gera neyslu kannabis refsilausa. Margir Bandaríkjamenn spyrja sig nú hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun.

Fyrsta ríkið til að gera neyslu kannabis og vörslu, upp að ákveðnu marki, refsilausa var Kalifornía en þar hefur fólk, 21 árs og eldri, mátt vera með allt að 8 grömm á sér frá 1996. Er þá miðað við að efnið sé til einkaneyslu.

Eftir að Kalifornía gerði neyslu og vörslu kannabis refsilausa fylgdu önnur ríki í kjölfarið og er kannabisiðnaðurinn orðinn að milljarðaiðnaði og er reiknað með að veltan í honum, það er að segja löglega hluta hans verði 43 milljarðar dollara á þessu ári. US News skýrir frá þessu.

Staðan í Washington D.C. er aðeins öðruvísi en í ríkjunum því höfuðborgin er ekki ríki og því getur þing landsins gripið inn í og komið í veg fyrir lagafrumvörp sem borgarstjórinn samþykkir. Það gerði þingið og því er enn ólöglegt að selja kannabis í höfuðborginni en það má vera með kannabis í fórum sínum. En það er ekki bannað að gefa kannabis sem gjöf og þannig er farið í kringum reglurnar. Fólk kaupir til dæmis stuttermabol og fær kannabis með að gjöf.

70% borgarbúa greiddu atkvæði með því að lögleiða kannabis og kannabisneyslu þegar efnt var til atkvæðagreiðslu meðal íbúa Washington D.C. 2014. Margir þingmenn í fulltrúadeildinni reiddust mjög yfir tillögunni um að lögleiða notkun kannabis og hótuðu að siga lögreglunni á borgarstjórann en það fór nú ekki svo að það væri gert.

Sumir segja að það hafi verið framför að gera neysluna refsilausa því áður hafi kannabis verið selt í laumi í skúmaskotum en nú geti fólk gengið inn í verslanir og fengið efnið þar og jafnvel leiðbeiningar um hvernig það á að bera sig að við neysluna svo hún fari ekki úr böndunum.

En aðrir eru þessu ósammála. Til dæmis skrifaði Robert Gebelhoff, ritstjóri skoðanagreina hjá Washington Post, grein í blaðið þar sem hann lýsti kannabisiðnaðinum sem „skrímsli“ og vísaði þar til þess að 16 milljónir Bandaríkjamanna glíma nú við ýmsa fylgikvilla vegna kannabisnotkunar, þar á meðal geðklofa. Hann benti einnig á að mörg börn hafi á síðustu árum orðið háð kannabis.

Ross Douthat, greinarhöfundur í New York Times, gagnrýndi kannabisiðnaðinn einnig nýlega í grein í blaðinu. Hann lýsti því hvernig New York borg, heimaborg hans, sé orðin að stórum spúandi kannabisstað þar sem ekkert eftirlit er með skaðlegum áhrifum efnisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem tók viðtal við Rex Heuermann stígur fram – „Þetta er frekar hrollvekjandi, vægast sagt“

Maðurinn sem tók viðtal við Rex Heuermann stígur fram – „Þetta er frekar hrollvekjandi, vægast sagt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún lifði af árás bræðra sem eru djöflar í mannsmynd – „Þá skutu þeir mig í bakið“

Hún lifði af árás bræðra sem eru djöflar í mannsmynd – „Þá skutu þeir mig í bakið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Virtur jógaskóli eða sértrúarsöfnuður sem gerir út vændi? – Ásakanir um heilaþvott, peningaþvætti og þjónustu við áhrifamikla einstaklinga

Virtur jógaskóli eða sértrúarsöfnuður sem gerir út vændi? – Ásakanir um heilaþvott, peningaþvætti og þjónustu við áhrifamikla einstaklinga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hremmingarsaga eldri hjóna sem fóru saman að versla – Mega ekki koma aftur í verslunina

Hremmingarsaga eldri hjóna sem fóru saman að versla – Mega ekki koma aftur í verslunina
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég þarf sálfræðiaðstoð“ – „Maðurinn minn hélt framhjá mér í 22 ár með mömmu“

„Ég þarf sálfræðiaðstoð“ – „Maðurinn minn hélt framhjá mér í 22 ár með mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu gríðarlegt magn af liþíum í Pennsylvania

Fundu gríðarlegt magn af liþíum í Pennsylvania
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ár í Alaska eru appelsínugular vegna eiturefna sem losna úr sífreranum

Ár í Alaska eru appelsínugular vegna eiturefna sem losna úr sífreranum