fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Pressan
Föstudaginn 12. apríl 2024 20:00

John Galvan (til hægri) ásamt lögfræðingi sínum, Tara Thompson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2007 hafði John Galvan setið saklaus  í fangelsi í rúma tvo áratugi og var búinn að gefa upp alla von um frelsi. Fyrir tilviljun festist hann í endursýndum sjónvarpsþætti af Mythbusters, þar sem reynt er að komast að því hvort ýmsar fullyrðingar séu sannar eða ósannar. Þátturinn gjörsamlega heltók Galvan enda var í honum reynt að sannreyna hvort að hægt væri að kveikja í polli af bensíni með því að henda í hann logandi sígarettu. Slíkt hefur oft verið gert í hinum ýmsu bíómyndum en þrátt fyrir margar tilraunir tókst þáttastjórnendum það ekki og kváðu því upp þann úrskurð sinn að þetta væri einfaldlega ekki hægt hvað sem Hollywood liði.

Á einu augabragði fylltist Galvan nýrri von. Ástæðan var sú að í játningu, sem hann hafði verið neyddur til að skrifa undir sem ungur maður af óvinveittum lögreglumönnum, var fullyrt að það væri nákvæmlega það sem hann hafði gert sekur um.

Árið 1986 var Galvan dæmdur í lífstíðarfangelsi ásamt tveimur félögum sínum sem voru þá allir 18-22 ára gamlir. Áttu þeir að hafa gerst sekir um íkveikju í íbúðarhúsnæði sem leiddi til dauða tveggja ungra manna. Nágrannakona, sem var upphaflega grunuð um glæpinn, fullyrti að þremenningarnir hefðu gerst sekir um glæpinn og voru þeir handteknir í kjölfarið.

Í yfirheyrslum lögreglunnar voru piltarnir beittir miklu harðræði og að endingu brotnuðu þeir niður og skrifuðu undir áðurnefndar játningar gegn því að fá að fara heim til sín. Það reyndist vera lygi og piltarnir voru nokkru síðar dæmdir í lífstíðarfangelsi og hófu afplánun dómanna.

Eins og gefur að skilja varð Galvan æstur við að sjá þáttinn og hafði þegar samband við lögfræðing sinn. Málið komst loksins á smá skrið en þó liðu fimmtán ár þangað til málið var loks endurupptekið og úrskurðað var að Galvan og félagar hans hefðu setið saklausir í fangelsi í tæp 36 ár.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin