fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Pressan

Innrás ananasins hafinn í upprunaborg flatbökunnar – Samkeppnisaðilar miður sín og grípa í perlurnar

Pressan
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 20:30

The sun setting over Mount Vesuvius in Naples, Italy.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem verja ótæpilegum tíma að horfa á stutt myndbönd á samfélagsmiðlum hafa eflaust sé viðbrögð Ítala við fólki sem fær sér ananas á pitsu, enda umdeilt álegg. Hjarta flatbökunnar slær í Ítalíu og eiga íbúar til að taka því persónulega þegar önnur lönd fremja tilræði gegn þessu þjóðarstolti, hingað til hefur ananas á pitsu verið slíkt tilræði.

Vinsæla Hawaii pitsan á rætur að sækja til Kanada, en á henni má gjarnan finna ananas, beikon, skinku og ost. Ítölum þótti þetta töluverð mógðun við pitsuna, eða allt þar til pitsubakari nokkur frá Napólí ákvað að sýna hugrekki og sjá hvort ekki væri hægt að gera sómasamlega flatböku með ananas.

Ananasinn opinberun

„Ananas á pitsu hefur verið mér opinberun, “ sagði Gino Sobrillo í samtali við CBC. Hann segist hafa heyrt af hawaii-pitsunni umdeildu af vondu einu. Sobrillo ákvað að ráðast í tilraunastarfsemi til að leggja mat á hvers vegna ananas á pitsu væri svona umdeilt. Var það ananasinum að kenna? Eða voru það hin áleggin?

Hann varði þremur mánuðum í að prófa sig áfram með ananas. Hann paraði ananasinn við ólík álegg og prófaði eins að elda ananasinn með mismunandi hætti. Lokaniðurstaðan var sú að ananas geti verið góður á pitsu ef rétt er að farið. Útkomuna kallar hann pizza all’ananas. Á henni er engin tómatsósa, enda telur Sobrillo að sýrustig tómatsins eigi ekkert erindi við ananas.

„Þú myndir aldrei bæta tómati við perur og ricotta, enda eru það dúó fullkomið saman. Þú myndir ekki bæta tómötum við fíkjur og proscuitto skinku á focaccia brauði, en það væri bara ógeðslegt.“

Á ananas-pitsunni má finna þrjár tegundir af reyktun og krydduðum ost. Provola ostur og tvær tegundir af cacioricotta.  Ananasinn er svo ferskur, en ekki úr dós. Hann er skorinn í sneiðar og tvíbakaður til að framkalla smá tóna af brenndri sætu og gefa honum dökkan gljáa. Yfir pitsuna hellir hann svo góðri ólífuolíu, smá ferskum basil og svo nýmulinn pipar.

Hann segir Ítali frekar  hikandi við þessa nýsköpun, en amerískir ferðamenn eru í sjöunda himni. Einn Ítali hitti fyrir blaðamann á veitingastað Sobrillu og sagðist tvístígandi með þetta allt saman, enda nokkuð út fyrir þægindarammann.

„Ég kýs fremur hefðbundið ítalskt bragð, en þessi karmelíseraði ananas er góður millivegur. Þetta er í raun pitsa fyrir félagsskap, til að borða með hópi vina yfir kokteilum eða bara sem sætt millimál. Ekki til að borða í hádeginu eða í kvöldmat.“

Æfur samkeppnisaðili varar Ítali við

Samkeppnisaðila Sobrillo er þó gróflega misboðið. Hann hefur tekið sér stöðu fyrir utan veitingastað Sobrillo þar sem hann afhendir fólki dreifipóst þar sem hann varar við siðrofinu sem þar er að eiga sér tað.

„Þú munt aldrei finna pitsu með ananas á mínum matseðli, “ æpti hann á blaðamann. „Því pitsa með ananas er ömurð.“

Sobrillo mun hafa boðið samkeppnisaðilanum, sem vildi ekki láta nafns síns getið, að koma og smakka, en hann þáði ekki boðið.

„Ég hef smakkað Hawaii pitsu þegar ég bjó í Bandaríkjunum og einu sinni var feikinóg.“

Fleiri samkeppnisaðilar tóku undir. Michele Testa sem rekur stað í nágrenninu sagði við fréttamann að klassísk pitsa frá Napólí sé matur fátæka mannsins, gerð úr einföldum hráefnum sem eru ræktuð í héraðinu.

„Ananas kemur frá hinni hlið heimsins. Gerðu það sem þú vilt við pitsuna þína, en ekki gera það í Napólí“

Sobrillo segist sama um gagnrýnina. Tími sé kominn á byltingu og tími kominn til að Ítalir geti þróað pitsur áfram. Reglur séu til þess að brjóta þær. Næst ætlar hann að prófa sig áfram með pepperoni, en það er annað álegg sem Ítalir eru tortryggnir gagnvart.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Spila drungalegu hljóðin sem gáfu viðbragðsaðilum von í leitinni að kafbátnum Titan

Spila drungalegu hljóðin sem gáfu viðbragðsaðilum von í leitinni að kafbátnum Titan
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tapaði baráttunni við krabbamein og tilkynnti eigið andlát í angurværri færslu sem lætur engan ósnortinn

Tapaði baráttunni við krabbamein og tilkynnti eigið andlát í angurværri færslu sem lætur engan ósnortinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ungir drengir grunaðir um innbrot og fjöldadráp á dýrum

Ungir drengir grunaðir um innbrot og fjöldadráp á dýrum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mesta magn kókaíns sem hald hefur verið lagt á í Bretlandi

Mesta magn kókaíns sem hald hefur verið lagt á í Bretlandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Daniela Klette handtekin í Berlín – Var eftirlýst í yfir 20 ár

Daniela Klette handtekin í Berlín – Var eftirlýst í yfir 20 ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig hafa fundið lík sjónvarpsmannsins og kærasta hans

Telja sig hafa fundið lík sjónvarpsmannsins og kærasta hans