fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Ráðgátan um bleika ofurbílinn leyst

Pressan
Föstudaginn 22. nóvember 2024 03:50

Þetta er ekki sá ódýrasti á götunni. Mynd:@volhalondonstories/@SoggySpin4ch

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa velt fyrir sér af hverju bleikur McLaren 570, sem er metinn á sem svarar til tuga milljóna íslenskra króna, hefur staðið nánast óhreyfður fyrir utan hótel í Lundúnum í fjögur ár. En nú er kannski búið að leysa þessa miklu ráðgátu sem virðist hafa lagst þungt á suma.

Metro segir að málið hafi verið mikið rætt á samfélagsmiðlum og hafi sumir haldið því fram að bíllinn hafi ekki verið hreyfður svo mikið sem einn metra síðan 2020.

Hann hefur staðið við St Pancras hótelið síðan heimsfaraldur kórónuveirunnar braust út og að vonum hafa margir tekið eftir honum því bæði er liturinn ansi áberandi og eins er þessi bílategund ekki mjög algeng.

Ýmsar kenningar hafa verið settar fram um bílinn og staðsetningu hans við hótelið. Einn TikTok notandi birti meðal annars færslu um bílinn og varpaði fram spurningunni um hvenær bíllinn myndi hreyfast úr stað.

Myndbandið hefur fengið 1,3 milljónir áhorf og margir hafa tjáð sig um málið. Einn sagði til dæmis: „Guð minn góður! Hann hefur ekki verið hreyfður og ég hef gengið þarna framhjá margoft á síðustu árum.“

Annar sagði: „Bíddu . . . . ég gekk þarna framhjá fyrir sjö mánuðum . . . ER HANN ENN ÞARNA?“

Annar TikTok notandi, sem segist starfa á hótelinu, varpaði ljósi á málið og sagði að bíllinn sé í eigu eins gests hótelsins sem hafi flutt varanlega inn á það í upphafi heimsfaraldursins því hann átti í erfiðleikum með að komast aftur til heimalandsins.

Annar notandi tók undir þetta og sagði að eigandinn búi á hótelinu og að bíllinn hafi staðið þarna síðan 2018 ef ekki lengur.

Blaðamaður Metro hringdi í hótelið og staðfesti starfsmaður að gestur, sem leigir íbúð, eigi bílinn. Hann staðfesti einnig að maðurinn hafi búið á hótelinu í nokkur ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli