fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni

Pressan
Föstudaginn 22. nóvember 2024 07:00

Brandon Durham

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 12. nóvember hringdi Brandon Durham, 43 ára, í neyðarlínuna í Las Vegas í Bandaríkjunum og tilkynnti að vopnað fólk hefði brotist inn á heimili hans þar sem hann og 15 ára dóttir hans voru.

Lögreglan fór strax á vettvang og á upptöku úr búkmyndavél eins lögreglumannanna sést Durham eiga í átökum við einstakling vopnaðan hnífi. Skömmu síðar skaut lögreglumaður Durham til bana.

Sky News skýrir frá þessu og segir að Durham hafi hringt í neyðarlínuna og tilkynnt um fólk sem væri að skjóta utan við heimili hans. Fjöldi annarra tilkynninga barst um skothríð á svæðinu.

Hann sagði neyðarverðinum síðan að einhverjir hefðu komist inn í húsið, bæði um fram- og afturdyrnar. Hann sagðist vera að læsa sig inni á baðherbergi.

Þegar lögreglumenn komu á vettvang heyrðu þeir öskur berast innan úr húsinu.

Einn lögreglumannanna sparkaði hurðinni upp og sá þá Durham í átökum við Alejandra Boudreaux, 31 árs. Lögreglumaðurinn skipaði þeim að sleppa hnífnum og tveimur sekúndum síðar skaut á fólkið og hæfði Durham.

Bæði Durham og Boudreaux féllu á gólfið og lögreglumaðurinn skaut fimm skotum til viðbótar á þau. Um þrjár sekúndur liðu á milli fyrsta og síðasta skotsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Í gær

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli