fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
Pressan

Páfinn taldi sig vera meðal vina – Skömmu eftir að hann yfirgaf staðinn komu skilaboðin

Pressan
Þriðjudaginn 1. október 2024 03:54

Frans páfi Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn heimsótti Frans páfi, sem er orðinn 87 ára, kaþólska háskólann UCLouvain í Belgíu. Þar átti hann aðallega að ræða um þörfina fyrir að bregðast við loftslagsbreytingunum. En hann tók einnig við fyrirspurnum frá fundargestum og svar hans við einni þeirra vakti hörð viðbrögð.

The Guardian segir að bréf frá kennurum og stúdentum við skólann hafi verið lesið upp fyrir páfann. Í því var hann spurður hver afstaða kaþólsku kirkjunnar til stöðu kvenna í samfélaginu og kirkjunni er.

„Í gegnum tíðina hafa konur verið gerðar ósýnilegar. Hver er staða kvenna í kirkjunni,“ sagði meðal annars í bréfinu.

Páfinn hóf svar sitt með að benda á að kirkjan sé kvenkyns því ítalska orðið fyrir kirkju er kvenkyns. Því næst benti hann á að kona sé dóttir, systir og móðir.

En svar páfans var greinilega ekki það sem spyrjendurnir vildu heyra því skömmu eftir að páfinn yfirgaf háskólann sendi háskólinn fréttatilkynningu frá sér þar sem afstaða var tekin gegn ummælum hans. Er afstaða páfans til hlutverks kvenna í samfélaginu sögð vera „ákvarðandi og niðurlægjandi“.

Segist háskólinn harma þá íhaldssömu skoðanir sem páfinn setti fram um stöðu kvenna.

Páfinn hefur áður sagt, og lagt áherslu á, að konur muni aldrei fá að starfa sem prestar eða djáknar í kaþólsku kirkjunni. Hann sagði þetta meðal annars í fréttaskýringaþættinum „60 Minutes“ fyrr á árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stúlkan með rauða sjalið þjökuð af sektarkennd ári eftir harmleikinn

Stúlkan með rauða sjalið þjökuð af sektarkennd ári eftir harmleikinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaknaði við leðurblöku í herberginu – Lést úr skelfilegum sjúkdómi nokkrum dögum síðar

Vaknaði við leðurblöku í herberginu – Lést úr skelfilegum sjúkdómi nokkrum dögum síðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

30.000 ára gamlar beinagrindur veita mikilvægar upplýsingar

30.000 ára gamlar beinagrindur veita mikilvægar upplýsingar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndir sem voru teknar rétt áður en hörmungar dundu yfir

Myndir sem voru teknar rétt áður en hörmungar dundu yfir