fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Bræðurnir voru dæmdir fyrir hrottafengið morð – Nú er komið í ljós að þeir voru saklausir allan tímann

Pressan
Þriðjudaginn 1. október 2024 12:15

David og Robert Bintz.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 4. ágúst 1987 hvarf Sandra Lison, 44 ára tveggja barna móðir, eftir að hafa lokið við vakt á bar sem hún starfaði á í Green Bay í Wisconsin í Bandaríkjunum. Daginn eftir fannst lík hennar á fáförnu svæði í Machickanee-skóginum og bentu ummerki til þess að hún hefði verið lamin, kyrkt og beitt kynferðislegu ofbeldi.

Þetta sama kvöld höfðu bræðurnir David og Robert Bintz, nú 69 og 68 ára, heimsótt umræddan bar til að kaupa sér kassa af bjór og sígarettur.

Það var svo rúmum tíu árum síðar, eða árið 1998, þegar David var í fangelsi vegna ótengds máls, að klefafélagi hans hafði samband við lögreglu og tjáði henni að David hefði játað að hafa drepið Söndru umrætt kvöld árið 1987 ásamt bróður sínum, Robert.

Mun hann hafa tjáð sig um glæpina upp úr svefni og virðist það hafa verið nóg til að grunur félli á bræðurna. Til að gera langa sögu stutta voru David og Robert dæmdir í lífstíðarfangelsi árið 2000 og það þrátt fyrir að einhver bein sönnunargögn tengdu þá við glæpinn.

DNA-rannsókn var gerð fyrir skemmstu á lífsýnum sem fundust á líki Söndru og hafa þau leitt í ljós að allt annar maður, sem nú er látinn, bar að líkindum ábyrgð á morðinu. Sá heitir William Hendricks og hafði hann meðal annars hlotið dóm fyrir kynferðisbrot. Ekki verður réttað yfir honum þar sem hann lést árið 2000.

David var sleppt úr fangelsi í gær eftir 24 ár saklaus á bak við lás og slá og væntir Robert þess að honum verði sleppt úr fangelsi á allra næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli